Dagatalið og kynningin
Kynningin á miðvikudag gekk bara vel og það var metaðsókn. Það var þokkalegt rennerí í stofunum og gaman að sjá hvað fólk var áhugasamt.
Dagatalið okkar vakti mikla og verðskuldaða athygli og allir sem skoðuðu það spurðu hvort við ætluðum ekki að gefa það út!!!!
Við erum mjög stoltar af því og finnst það gasalega flott og frumleg hugmynd, en við viljum ekki gera neitt fyrr en við höfum fengið einkunn og umsögn, sem ætti samkvæmt öllu að berast í síðasta lagi á miðvikudag.
En það hafa margir spurt um dagatalið og því best að ég lýsi því aðeins hér, fyrir þá sem brenna í skinninu að vita meira.
Þetta er Fjölmenningarlegt dagatal og við gáðum á Hagstofunni hverjar eru 11 fjölmennustu innflytjendaþjóðirnar á Íslandi núna. Þá öfluðum við okkur upplýsinga um þessi 11 lönd og auðvitað Ísland og settum á dagatalið. Þetta eru grunnupplýsingar eins og höfuðborg, stjórnarfar, gjaldmiðill, tungumál, trúarbrögð, matarvenjur, barnaefni og annað.
Fáni og skjaldamerki hvers lands er einnig á síðunni auk þess sem Meistari Jakob er það á öllum tungumálum.
Síðan settum við aðrar myndir sem börn gætu haft gaman af og ef ég á að segja alveg eins og er þá er þetta ótrúlega vel heppnað og mjög skemmtilegt, sérstaklega líka af því þetta er frumlegt og hefur ekki verið gert áður.
Auk þess að dunda við dagatalið gerðum við Handbók þar sem finna má ýmsan fróðleik um fjölmenningu, leiki, sögur um dagatöl og annað.
Svo þetta er magnaður pakki og við erum afar stoltar af honum sem og af okkur sjálfum!!
1 Comments:
Mátt sko alveg vera stolt af þér , ég er rosalega forvitin um þetta dagatal og finnst af því sem þú lýstir , að þetta sé frábær hugmynd. Við eigum að fagna fjölmenningu það gerir líf okkar svo miklu fjölbreytilegra og kennir okkur svo margt.
Kv. Køben
Skrifa ummæli
<< Home