miðvikudagur, maí 02, 2007

Lokaverkefninu skilað ;)

Jæja...stór dagur í dag...var mætt í Nemendaskrá kl 10.30 í morgun með tvö eintök af lokaverkefninu.
Fyllti út pappírana, lét bæði umslögin af hendi, fékk kvittun og sveif út á bleiku skýi með hamingjuóskum frá starfsstúlkum Nemendaskrár. Mikill léttir ;)

Sendi sms á dúllurnar mínar, Sollu og Villu sem gerðu verkefnið með mér og lét þær vita að nú væri þetta ekki lengur í okkar höndum!! Níu mánaða vinnu lokið...ein meðganga og barnið komið í heiminn!!!

Fór í bakarí og keypti köku handa samstarfsfólki mínu...var að tapa mér af gleði!!

Sótti Grétu í skólann, kíktum í Kringluna, keyptum nokkrar afmælisgjafir og Gréta keypti sér húfu og vettlinga fyrir peninginn sem amma og afi í Vestmannaeyjum gáfu henni í sumargjöf og svo fórum við til Óla en hann kom frá New York í morgun og það var náttúrulega bara eins og jólin væru komin...hann dekrar Grétu í druslur!!!!

Við buðum Óla svo með okkur út að borða og Gréta valdi Indókína!!

Kíktum svo á Diddann....sem var í fýlu því AC Milan var að vinna Manchester United...muahhhhhhhhhhhhhhhhh....sorry man!!!

Þannig að dagurinn var bara nánast alveg fullkominn......nú er bara að bíða til 23.maí og sjá hvað við fáum fyrir verkefnið (set inn nánari lýsingu á verkefninu á morgun, nokkuð margir sem eru forvitnir að vita hvernig Fjölmenningarlegt dagatal er!!!!)

GLEÐI GLEÐI GLEÐI...GLEÐI LÍF MITT ER....

ÉG ER FRJÁLS, ÉG ER FRJÁLS, FRJÁLS EINS OG FUGLINN ER FRJÁLS OG ÉG SKEMMTI MÉR :)

3 Comments:

At 8:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju skvís...þú ert bara frábærust ;-)

 
At 9:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju elsku Íris- þetta er svo geggjuð tilfinning að vera búin að skila þessu af sér! :)
Lov u!

Fríða sys

 
At 7:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju Íris með lokaverkefnið.. Þetta er svo frábær tilfinning og ég hlakka til að heyra meira um þetta fjölmenningardagatal

Bestu kveðjur

Jórunn Einarsdóttir

 

Skrifa ummæli

<< Home