Hef ekki lesið blöðin í marga marga daga...veit varla hvað er að gerast í heiminum, hvað þá í mínu eigin landi...nema að Josh Groban er á leiðinni, Eiríkur Hauksson er farinn til Helsinki og það leiðinlegasta ever er að koma...kosningar!!!
Mikið svakalega leiðist mér sá tími...er örugglega Ópólítískasta manneskja í heimi...nenni ómögulega að fylgjast með þessu og setja mig inn í þetta...finnst þetta ekki þess virði að vera að eyða tíma í þetta...Bubbi orðaði þetta ansi vel í einu laga sinna BROTIN LOFORÐ, það er held ég það eina sem þessir pólítukusar gera og gera vel.
Hvað halda þeir að þeir séu og hvað halda þeir eiginlega að VIÐ séum??
Og þó...kannski hafa þeir rétt fyrir sér....að fólkið í landinu séu bara óttalegir kjánar...það er jú fólkið í landinu sem kýs hverjir ráða hér...og hvernig er staðan í landinu?? Hvernig hefur barnafólk þar? Og veikt fólk? Aldraðir?? Svona mætti lengi telja...ég verð að segja að auglýsingar Samfylkingarinnar og OBÍ eru afar athygliverðar og maður hálfpartinn skammast sín fyrir samfélagið!! Aldrei kemur krafa frá samfélaginu um að menn segi af sér eftir að hafa verið uppvísir að einhverju misjöfnu...nei við skulum bara bjóða þá velkomna í næsta slag og aftur á þing!!
Ísland er velferðarþjóðfélag...já einmitt....þar sem þeir ríku hafa það rosa gott en þeir sem minna mega sín mega bara hafa minna og þannig hefur það verið, er og verður áfram. Af hverju byrjum við ekki á vandanum hér heima?? Ok...gott og gilt að safna og svona fyrir fátæk börn í útlöndum en verðum við ekki að líta okkur nær??? Hér eru börn sem eru nánast foreldralaus þar sem fátækt er að hrjá foreldrana og engin úrræði...fólk vinnur myrkranna á milli og börnin eru sjálfala því lægstu launin eru svo lág...og það þarf að sjá fyrir börnum og búi. Er það hægt? T.d. að maður sé að borga jafnmikið fyrir tvo og hálfan tíma í Frístundaheimilinu og fyrir átta og hálfan tíma á leikskóla með öllu færði innifalið?? Og tómstundir? Að ég tali nú ekki um íbúðaverð og leigumarkað?
Þótt ég fylgist ekki mikið með veit ég þó þetta....Pólítíkusaranir ættu að skammast sín, vaða hér fram með offorsi nokkrum vikum fyrir kosningar með gylliboð og loforð um að gera hitt og þetta...eins og maður hafi ekki heyrt þetta allt áður...og hvað gerist?? EKKERT breytist...
Allir hlaupa upp til handa og fóta, bjóða í Húsdýragarðinn, bjóða upp á grillaðan fisk og ég veit ekki hvað og hvað...ég skal hundur heita áður en ég fer að eltast við þetta ógeð.
Af hverju laga þeir ekki laun fólks svo hér verði betri kennsla, meiri fagmenntun, betri aðstaða fyrir aldraða, fatlaða,. öryrkja og aðra minnihlutahópa??
Nei við skulum frekar eyða peningum í sendiráð og skapa forríkum fyrrverandi pólítíkusum vinnu í útlöndum!!!!
Og spillingin maður....ó nei hún er sko ekki til staðar í íslensku samfélagi..neibbs...hún er bara hjá ítölsku mafíunni...eins og þetta mál með Jónínu Bjartmarz...það þarf enginn að segja mér...æ nei kannski er bara best að stoppa hér.....
...ég er lítið fyrir pólítík...ég veit samt hverja ég ætla ekki að kjósa...það er alveg á hreinu en ég gef ekki upp hverja ég kýs...en ég segi bara eitt...er ekki tími til kominn að breyta?????