Hrökkva eða stökkva?
Jæja...ýmislegt hefur nú gerst á síðustu dögum og nenni ég ekki að rekja þær raunir hér en eins og málin standa nú er ég á leiðinni í Teigana á næstu dögum....jibbý jei....alla vega..þá átti ég svolítið erfitt með að taka ákvörðun..ekki vegna staðsetningar...mig langar þangað...heldur spila margir aðrir þættir inn í...en í dag...með hjálp þeirra Stephensen-systra og Birgittu tók ég þessa lokaákvörðun og stend og fell með henni!!
Svo nú er bara að krossleggja fingur og vona að þetta gangi allt saman upp....koma svo!!!
Nenni ekki að pæla meira í þessu en langar aðeins að minnast á eitt....maður finnur fyrir því þegar maður er á lausu að allir eru að reyna að koma manni út, hvort sem maður vill það sjálfur eða ekki.....svona er þetta líka þegar maður er á leigumarkaðinum...allir vilja að maður kaupi sér íbúð...hvort sem maður GETUR það eða ekki.
Mér finnst ekkert að því að leigja (enda búin að leigja síðan 1996) og það borgar sig meira að segja fyrir mig (Ingólfur fjármálaráðgjafi segir það)
Alla vega ef ég væri að kaupa þyrfti ég að borga af lánunum, tryggingar, hússjóð og framkvæmdasjóð, hita, rafmagn, viðhald og margt fleira..og á þá eftir að borga símann, leikskólagjöldin, internetið og allt það...að ég tali nú ekki um matinn og annað!! Þetta get ég ekki eins og staðan er í dag og þarf því að leigja...og finnst ekkert að því.
NEI..en samt er fólk að tuða....hvað það sé blóðugt að borga þennan pening í leigu og bla bla bla...ok..ég er ekki að eignast neitt...en ég er ekki heldur á götunni (ekki enn allavega..hehehe) svo hvaða máli skiptir það?? Á ég að kaupa og berjast í bökkum endalaust....eða bara leigja og hafa það bara aldeilis ágætt????
Hvað er málið?? Ég er sátt..enda get ég ekki annað...ég get ekki keypt....og verð að leigja...sama hversu blóðugt fólki kann að finnast það.....hana nú...þá finnst mér líka blóðugt verðið á húsnæði í dag....svo ég bíð bara...annað hvort þar til húsnæðisverð lækkar eða ég finn mér kall sem á húsnæði...hehehe og slæ tvær flugur í einu höggi...mikið yrðu þá allir glaðir!!!!!
5 Comments:
Vá Íris Dögg ég held að þú sért að gera alveg rétta hluti.. Enda er fasteign ekki eign sem gefur af sér arð... Ég keypti mér íbúð og lánin af henni hafa hækkað umtalsvert á þessum stutta tíma sem ég hef átt hana. Eina sem ég sé í því að "eiga" eign er öryggið sem felst í því að enginn getur sagt mér upp leigunni... Fasteign er allavega ekki fjárfesting.. Ekki fyrr en eftir 40 ár kannski..:) Ég er allavega bara að borga vexti...
U go girl!! Íris mín þú ert að gera alveg rétt ef þér finnst þú vera að gera rétt og ef þér finnst þú vera að gera rétt þá ertu að gera rétt..... ekki rétt???
kveðja frá mjóu ,sætu,ungu og skemmtilegu Stephensen-systur.þú gerir allt rétt hvort'eð er, þá er þetta ekkert vitlaust.xxx
Va ekki vera ad spa i thvi sem adrid segja og gerdu thad sem er rett fyrir thig, thetta folk sem var ad kaupa ser ibudir a gjeggudu verdi er ekkert ad eignast neitt thvi øll lan eru buin ad hækka svo mikid. Thetta er sama sagan og thegar eg vard ad hætta med børnin a brjosti, thad vard allt vitlaust. Hugsadu um thig og hvad er rett fyrir thig ekki hvad øllum ødrum finnst.
Kvedja Køben
Mér finnst þetta bara hárrétt og skynsamleg ákvörðun.... held það sé ekki freistandi að sökkva sér í skuldafen núna... þú ert örugglega áhyggjulausari með leiguna.
Ég bjó annars einn vetur í Teigunum og líkaði vel, staðsetningin er fín, getur labbað í Kringluna t.d. og svo er stutt í miðbæinn líka.
Skrifa ummæli
<< Home