laugardagur, maí 06, 2006

Ákvörðunarfælni??

Þeir sem þekkja mig vita að ég á að til að hugsa málin alveg í druslur og gera þau oft miklu flóknari en þau eru...ég bara fer á flug og hugsa og set EF EF EF EF við allt........á stundum svo erfitt með að taka svona ákvarðanirábyrgðin er öll á mínum herðum...og varðandi íbúðarmálin vil ég auðvitað vanda valið og allt að sérstaklega þar sem Gréta er að fara í skóla....


...talandi um íbúðarmál þá er það að frétta að ég frétti af einni íbúð í Hlíðunum og sendi eigandanum e-meil til að kanna málin...fékk ekki svar strax svo ég hélt áfram að skoða mig um og fann eina í Teigunum....sem er hverfi sem mér líst svakalega vel á og skólinn þar finnst mér ákaflega heillandi.
Ok..ég fór og skoðaði íbúðina og Óli bróðir kom með mér og við fengum kast þegar við komum þangað......íbúðin er semsagt íbúð sem Óli bróðir skoðaði fyrir svona ári síðan og var meira en til í að kaupa!!! Örlög...tilviljun...eða hvað getum við kallað þetta??

Allavega...margir voru að bítast um íbúðina í Teigunum...og ég vildi vera með í þeim slag enda geggjað hverfi..skólinn fínn, við höfum líka verið í sunnudagaskólanum í Laugarneskirkju nokkra vetur og það er bara svo mikil hverfisvitund þarna og mér finnst þetta hverfi bara svo heillandi..finnst þetta barnvænt hverfi og svona....stutt í sund, húsdýragarðinn, fjölskyldugarðinn og ekki spillir að Ingunn stefnir í þetta hverfi....og ég var farin að bíða og vonast til að fá þessa íbúð...

Hvað haldiði að gerist svo???
Í gær þegar ég kom heim var komið svar frá eigandanum í Hlíðunum...ég get farið og skoðað íbúðina og líklega fengið hana.....og þegar ég hafði rétt lokið við að lesa tölvupóstinn minn hringdi eigandi íbúðarinnar í Teigunum og ég get fengið hana!!!!
Hvað haldiði að ég hafi gert??
Næstum fengið taugaáfall....og byrjað svo að spyrja sjálfa mig hvað á ég að gera??? Fara og skoða íbúðina í Hlíðunum?? Sko..mér líst miklu betur á Teiga-hverfið og skólann....en kannski er íbúðin í Hlíðunum betri?? Ég vil helst ekki fara að skoða hana þar sem ég er nógu ringluð og rugluð fyrir...Hlíðaskóli er örugglega fínn..en mér líst samt betur á Laugarnesskólann og umhverfið þar....ekki munar miklu í verði en önnur er stærri..á 3ju hæð í blokk...hin er aðeins minni og á fyrstu hæð í litlu fjölbýli...heyrist ykkur ég vera ákveðin???

ARG......af hverju þarf allt að gerast í einu? Ég var búin að ákveða mig og nú er búið að rugla kerfinu mínu...hehehe...

Fylgist með hvað úttaugaði-ákvarðanafælnis-rugludallurinn gerir.....

4 Comments:

At 10:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Íris án gríns ... þetta er yndislegt hverfi og yndislegur skóli... ég myndi ekki hugsa mig 2x um og velja Teigana... svo fær dóttir þín líka svo frábæran forfallakennara ef hún er heppin ;)

Ef ég ætti að ákveða í dag hvað ég ætla að gera þegar og ef ég lýk Kennó þá langar mig að búa þarna!!!

 
At 11:04 e.h., Blogger IrisD said...

Já vissi af þér þarna Lauga mín....mikið yrði hún heppin....takk fyrir að hjálpa mér við ákvörðunartökuna ;)

 
At 6:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

vóó... hljómaði ég svona örvæntingarfull hehehe... held ég klári nú bara þessa skólagöngu á eðlilegan hátt takk ;)

 
At 10:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

<< Home