föstudagur, maí 05, 2006

Mamman endurheimt

"Hvenær fæ ég mömmu mína aftur?" spurði Gréta mig í fyrradag. Mamman fékk sting í hjartað....samviksubitið rauk úr 80% upp í 100% "mamma, þú ert alltaf í tölvunni" hefur verið vinsælasta setningin á mínu heimili sl.vikur...ekki dró úr samviskubitinu þá!!
Ég var að skila 70% verkefni sl. helgi og svo var eina prófið í gær svo ég er búin að vera mjög upptekin við verkefnavinnu og lestur undanfarna viku og svo hefur verið mannekla í vinnunni svo ég hef verið að vinna lengur einn og einn dag...

Samloka, jógúrt, grjónagrautur frá 1944 og hamborgari úr Bláa turninum er það sem hefur verið á boðstólunum hér í próflestrinum...og svo er maður að kaupa sér frið til að lesa.
Mér leið eins og ég væri að leika í leikritinu "Sveit-attan Einar Áskell" því Gréta spurði hvort hún mætti horfa á dvd og ég játaði því...svo bað hún um sun-lolly og ég játaði því, svo spurði hún hvort hún mætti hringja í ömmu Petru og ég sagði auðvitað áfram já og þá segir þessi elska "Mamma þú ert best, þú leyfir mér bara allt!!" og þá mátti mamman bara berjast við tárin :(
Þetta er nefnilega erfiðara en margur heldur...að vera 5 ára og vera nánast alltaf ein með mömmu sinni og svo þegar mamma þarf að fá tíma til að læra þá er það líka svolítið erfitt, að þurfa að sætta sig við það...að vera á "hold" í nokkra daga. Þetta er líka erfitt fyrir mömmuna sem vill gefa sig 100% í allt það sem hún tekur sér fyrir hendur...en nóg um það skemmtilegur tími framundan og lokaárið bara eftir....skál fyrir því!!!!!

En..nú er nægur tími og við ætlum að nýta hann vel...ætlum til Mallorca eftir 19 daga....úfff hvað það verður svakalega notalegt !!!

Hitt og þetta að gerast í íbúðarmálum.....dúddírúddí....segi betur frá því seinna....best að hætta nú í tölvunni og fara að vaska upp og þvo áður en leirtauið hleypur héðan út og þvotturinn líka....já svona slæmt er heimilishaldið :(

1 Comments:

At 2:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með það að vera búin með prófin "big sys" og knúsaðu Grétu mína til hamingju með að vera búin að fá mömmslu sína aftur. Love you both girls;););)

 

Skrifa ummæli

<< Home