laugardagur, desember 31, 2005

Áramótin

Jæja...gamlársdagur mættur eina ferðina enn...þessi dagur vekur svo undarlegar tilfinningar í brjósti mér alltaf, ég lít til baka og hugsa hvernig þetta ár hefur verið mér og mínum, hvað var gott og hvað hefði mátt betur fara!!
Áramótin eru sérstök og ég gerði alltaf grín að mömmu því hún fór alltaf að skæla þegar gamla árið hvaf og hið nýja birtist (í sjónvarpinu) en ég hefði betur látið það ógert því ég geri það sjálf núna á "efri" árum, þetta er einhver ólýsanleg tilfinning yfir því að enn eitt árið hafi bæst við, að maður sé enn hér, allir mínir við góða heilsu og allt í sóma þannig séð, allar tilfinningar leysast úr læðingi og maður veltir fyrir sér hverju maður hefur áorkað og hvað bíður manns á nýju ári.....

Þessi áramót verða ólík öllum öðrum áramótum þar sem við Gréta verðum bara tvær og verðum ekki með neinum úr fjölskyldunni....pabbi og mamma eru í Vestmannaeyjum auðvitað, og ég skil þau vel að vilja vera heima hjá sér og hafa þau ríka ástæðu sem ég ætla ekki að útlista frekar :)
Óli bróðir er alltaf hjá Önnu systur sinni og föðurfjölskyldunni :)
Diddi ætlar að vera í Reykjavík í fyrsta sinn og eyða áramótunum í skemmtilegum félagsskap Davíðs bakaradrengs...efast ekki um að þar verður glatt á hjalla :)
Svo við mæðgur ætluðum bara að vera tvær heima EN þá kom Siggan mín til skjalanna....reykvíska móðir mín, aumingjamats-kokkurinn minn og lærimeistari :)
henni fannst þetta afar léleg hugmynd hjá mér að vera bara ég og Gréta á áramótunum (þar sem hún er með 30 manns í mat eða eitthvað álíka) og ætlaði að siga á mig manni sínum eða handrukkurum til að koma okkur til þeirra í mat allavega......svo við létum tilleiðast og verðum því í GÓÐU yfirlæti í Mosó í mat.....risakjúklingur og Siggan er þvílíkur kokkur....nammi namm!!!

Þessi áramót verða þó að einu leyti lík öðrum...það hefur verið til siðs á heimili foreldra minn aða hafa reykta nautatungu í "snakk" á gamlárskvöld...vinum mínum til mikillar hrellingar um árabil...heheheh....og frá því ég fór að vera að heiman á áramótunum hef ég keypt (eða mamma) nautatungu og soðið og nartað í....og nú er tungan sem sagt komin í pottinn og "áramóta-ilmurinn" berst um íbúðina...nammi namm....meira að segja þegar ég var á Ítalíu um áramótin (95-96) redduðu vinir mínir nautatungu og suðu hana og komu mér á óvart...svo þetta er ómissandi um áramótin...gott að halda í einhverjar hefðir!!

Harpa er síðan búin að boða okkur í heimsókn til foreldra sinna á leiðinni heim svo þessi áramót okkar Grétu verða með allt öðru sniði en vanalega...ég er nú frekar vanaföst á svona dögum og allt þarf að vera í föstum skorðum EN.......þetta verður bara gaman og maður á ekki að vera hræddur við breytingar...ég hef svo sannarlega upplifað það sl. ár og tel að breytingar séu af hinu góða.....

Ég verð að segja að tíminn hreinlega flýgur áfram, og dæmi um það er að við mæðgur vorum í mat hjá Hörpu og JÓNI GUNNARI, þeirri elsku (já ég meina það!!) í gær og þá vorum við Harpa einmitt að tala um hvað okkur þætti stutt síðan Harpa varð þrítug...en það var í febrúar!!!
Ég mundi síðan eftir að taka hanskana sem ég gleymdi hjá þeim "um daginn" en það var í mars!!!
Ó já...tíminn flýgur og ekkert hægt að gera við því nema þakka fyrir að fá að vera hér enn, við góða heilsu og umvafin fólki sem maður elskar og elskar mann....já svona er lífið!!

Ég bið ykkur vel að lifa og njóta áramótanna....gráta fögrum tárum yfir því að enn eitt árið kveður og annað heilsar og umvefja hvort annað ást og kærleika!!

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!! Um leið vil ég þakka ykkur samfylgdina á blogginu sem og annars staðar!!!

fimmtudagur, desember 29, 2005

Jólaleg jól....eða ekki!!!

Þetta eru einhver undarlegurstu jól sem ég hef upplifað, stutt var þessi hátíð þrátt fyrir að ég hafi verið í fríi á Þorláksmessu og komið heim til mömmu kvöldið fyrir Þorláksmessu ásamt Grétu minni, pabba og Óla bróður (sem by the way hefur ekki komist svona snemma til eyja fyrir jól síðan sautjánhundruðogsúrkál!!!). Veðrið minnti alls ekkert á jólin og það hefur allt verið svo undarlegt eitthvað :( ég veit ei hvað skal segja....

...allavega...oftast nær er ég ekkert að stressa mig á hlutunum, tapa mér ekki í búðum rétt fyrir jól, ríf ekki allt út úr skápum og þríf eða fer að mála, spasla, parketleggja eða annað þvíumlíkt...mömmu finnst ég óttalega mikil rola stundum EN....ég vil frekar eyða tímanum í að vera með Grétu og hafa það huggulegt en þeysast um allan bæ....svo ég reyndi að gera sem mest á stystum tíma og þá varð líka eitthvað að sitja á hakanum..þannig er það nú bara.....

...ég var á fullu í verkefnavinnu, próflestri og prófum sem lauk ekki fyrr en 16.des. Við mæðgur vorum reyndar búnar að baka snemma en sem sagt 16.des átti ég eftir að kaupa nánast allar jólagjafirnar, fá myndina af Grétu fyrir jólakortin, skrifa jólakortin, pakka inn, pakka niður, ganga frá öllu, og koma okkur í Herjólf með allt heila klabbið....þannig að það sem sat á hakanum eru pakkarnir og kortin til Ítalíu....er enn að vinna í þeim :(
Einnig átti alveg eftir að gera jólahreingerninguna og setja upp restina af jólaskrautinu EN...þrátt fyrir að hér hafi verið ryk og óhreinn þvottur, skóabækur á víð og dreif og annað smálegt þá komu nú jólin og við mæðgur höfðum það ákaflega gott í faðmi fjölskyldunnar þar sem við orðuðum ljúffengan mat, drukkum fullt af jólaöli, horfðum á videó (ég horfði á Nonna og Manna þættina í einni bunu.....og fór aftur í tímann með Didda bróður!!!) Semsagt allt eins og það á að vera þessa dagana og allt í lukkunnar velstandi...
Það sem ég er að reyna að segja er að það er mikilvægast að vera með þeim sem maður ann mest um jólin, tiltektin, jólagjafirnar, jólakortin.....það eru aukaatriðin!!!! Jólin koma hvort eð er...er búin að láta á það reyna.....kannski þess vegna voru jólin svona skrýtin í ár.....hehehe

Vona að þið eigið ánægjuleg áramót!!

fimmtudagur, desember 22, 2005

Gleðileg jól


Jæja..þá er búið að pakka vel og vandlega í töskuna...nú er bara að koma ÖLLU í Yarisinn....úff...og skella sér svo um borð í skemmtiferðaskipið Herjólf sem flytur mig og mína á hina sólríku suðurhafseyju Heimaey, þar sem við munum eyða jólahátíðinni í faðmi fjölskyldunnar!!!


VIÐ GRÉTA ÓSKUM YKKUR GLEÐILEGRA JÓLA!!
Jólakortamyndin 2005

föstudagur, desember 16, 2005

Jólin koma...

...andað inn um nefið....og út um munninn....púst...púst....púst.....PRÓFIN BÚIN......hí-ha!!!!

Ó já þvílíkur léttir...annað prófið gekk upp en hitt svona la-la...frekar niður... ég á það til að vera svartsýn eftir próf og fá svo hærri einkunn en ég bjóst við...svo... þegar ég segi að mér hafi gengið svona la-la þá segja allir í kringum mig bara a-ha....einmitt!!!

En þessi önn var svo undarleg...rosa rólegt frameftir öllu en svo kemur 7 vikna vettvangsnám sem er fullt af verkefnum auk verkefnaskila í öðrum áföngum og svo undirbúningur fyrir próf og um leið frágangur og skil á vettvangsnámsmöppunni sem gæti orðið eitthvað um 50 bls......já þetta er undarlegt skipulag og spurning hvort maður á ekki að taka þetta að sér bara...heheheh

En....sem sagt....nú getur maður farið að undirbúa þessi blessuðu jól sem manni finnst maður eiginlega bara vera að missa af vegna lesturs og svona......jól sem eru svo stutt...þótt þau séu náttúrulega alltaf 13 dagar....það er sama...nú er að drífa sig í að klára að kaupa jólagjafirnar, skrifa á kortin, klára að skreyta EN umfram allt EYÐA DÝRMÆTUM TÍMA MEÐ DÓTTUR MINNI....sem kvartar og kvartar yfir því að mamma sé alltaf í tölvunni.....og læt ég því hér staðar numið....

föstudagur, desember 09, 2005

Lærdómurinn og launin

Jamm...hver kannast ekki við þetta tímabil...jólin að koma en þá er maður auðvitað á kafi í prófum...það er að segja þeir sem nenna yfirhöfuð að vera að mennta sig :) annars skilst manni á samningum Eflingar að það borgi sig bara fyrir mann að vera ófaglærður, launalega séð alla vega...svo það er spurning hvort maður slær þessu ekki bara upp í kæruleysi.....Ó já svona er Ísland í dag...brenglað með eindæmum!!

Nú er vettvangsnámi mínu lokið og ég fer bara eldhress í Mánagarð á mánudaginn...eftir 7 vikna fjarveru....ekki laust við að maður sé farinn að sakna kjellinganna þar :) annars er heilmikil verkefnavinna eftir auk tveggja prófa...á þriðjudaginn og föstudaginn í næstu viku svo þessu er hvergi nærri lokið..úff!!! Þess vegna er svona líka freistandi að taka heimasíðu-og bloggrúnt þegar maður á að vera að læra....híhíhí...en sjálfsaginn er nú samt til staðar og maður er píndur áfram af samviskunni....jú og metnaðinum....vil helst ekki fá undir 7 í prófunum.....er ekki til í að fórna því litla lífi sem ég lifi utan vinnu og skóla algerlega...svo einhversstaðar setur maður mörkin :)

...ætli sé þá ekki best að snúa sér aftur að lestrinum.....

Góðar stundir!!

föstudagur, desember 02, 2005

Jólaljósin....

...æ sem betur fer byrjaði aðventan svona "snemma" og fólk bara nokkuð duglegt við að setja upp jólaljósin....það er svo ferlega leiðinlegt að fara í vinnuna eldsnemma á morgnana í myrkri og kulda og koma heim úr vinnunni líka í myrkri og kulda.....kertaljós og jólaljós....það er málið í myrkrinu!!!!