laugardagur, desember 31, 2005

Áramótin

Jæja...gamlársdagur mættur eina ferðina enn...þessi dagur vekur svo undarlegar tilfinningar í brjósti mér alltaf, ég lít til baka og hugsa hvernig þetta ár hefur verið mér og mínum, hvað var gott og hvað hefði mátt betur fara!!
Áramótin eru sérstök og ég gerði alltaf grín að mömmu því hún fór alltaf að skæla þegar gamla árið hvaf og hið nýja birtist (í sjónvarpinu) en ég hefði betur látið það ógert því ég geri það sjálf núna á "efri" árum, þetta er einhver ólýsanleg tilfinning yfir því að enn eitt árið hafi bæst við, að maður sé enn hér, allir mínir við góða heilsu og allt í sóma þannig séð, allar tilfinningar leysast úr læðingi og maður veltir fyrir sér hverju maður hefur áorkað og hvað bíður manns á nýju ári.....

Þessi áramót verða ólík öllum öðrum áramótum þar sem við Gréta verðum bara tvær og verðum ekki með neinum úr fjölskyldunni....pabbi og mamma eru í Vestmannaeyjum auðvitað, og ég skil þau vel að vilja vera heima hjá sér og hafa þau ríka ástæðu sem ég ætla ekki að útlista frekar :)
Óli bróðir er alltaf hjá Önnu systur sinni og föðurfjölskyldunni :)
Diddi ætlar að vera í Reykjavík í fyrsta sinn og eyða áramótunum í skemmtilegum félagsskap Davíðs bakaradrengs...efast ekki um að þar verður glatt á hjalla :)
Svo við mæðgur ætluðum bara að vera tvær heima EN þá kom Siggan mín til skjalanna....reykvíska móðir mín, aumingjamats-kokkurinn minn og lærimeistari :)
henni fannst þetta afar léleg hugmynd hjá mér að vera bara ég og Gréta á áramótunum (þar sem hún er með 30 manns í mat eða eitthvað álíka) og ætlaði að siga á mig manni sínum eða handrukkurum til að koma okkur til þeirra í mat allavega......svo við létum tilleiðast og verðum því í GÓÐU yfirlæti í Mosó í mat.....risakjúklingur og Siggan er þvílíkur kokkur....nammi namm!!!

Þessi áramót verða þó að einu leyti lík öðrum...það hefur verið til siðs á heimili foreldra minn aða hafa reykta nautatungu í "snakk" á gamlárskvöld...vinum mínum til mikillar hrellingar um árabil...heheheh....og frá því ég fór að vera að heiman á áramótunum hef ég keypt (eða mamma) nautatungu og soðið og nartað í....og nú er tungan sem sagt komin í pottinn og "áramóta-ilmurinn" berst um íbúðina...nammi namm....meira að segja þegar ég var á Ítalíu um áramótin (95-96) redduðu vinir mínir nautatungu og suðu hana og komu mér á óvart...svo þetta er ómissandi um áramótin...gott að halda í einhverjar hefðir!!

Harpa er síðan búin að boða okkur í heimsókn til foreldra sinna á leiðinni heim svo þessi áramót okkar Grétu verða með allt öðru sniði en vanalega...ég er nú frekar vanaföst á svona dögum og allt þarf að vera í föstum skorðum EN.......þetta verður bara gaman og maður á ekki að vera hræddur við breytingar...ég hef svo sannarlega upplifað það sl. ár og tel að breytingar séu af hinu góða.....

Ég verð að segja að tíminn hreinlega flýgur áfram, og dæmi um það er að við mæðgur vorum í mat hjá Hörpu og JÓNI GUNNARI, þeirri elsku (já ég meina það!!) í gær og þá vorum við Harpa einmitt að tala um hvað okkur þætti stutt síðan Harpa varð þrítug...en það var í febrúar!!!
Ég mundi síðan eftir að taka hanskana sem ég gleymdi hjá þeim "um daginn" en það var í mars!!!
Ó já...tíminn flýgur og ekkert hægt að gera við því nema þakka fyrir að fá að vera hér enn, við góða heilsu og umvafin fólki sem maður elskar og elskar mann....já svona er lífið!!

Ég bið ykkur vel að lifa og njóta áramótanna....gráta fögrum tárum yfir því að enn eitt árið kveður og annað heilsar og umvefja hvort annað ást og kærleika!!

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!! Um leið vil ég þakka ykkur samfylgdina á blogginu sem og annars staðar!!!

4 Comments:

At 8:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sniðugur pistill hjá þér.... nautatungur... jahérna hér, held ég haldi mig bara við snakk og osta sko.
Annars bara.. gleðilegt ár og takk fyrir bloggsamskiptin á árinu sem er að líða

 
At 8:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég man sko eftir nautatungunni og í fyrsta skipti leist mér sko ekkert á þetta en svo var þetta alls ekkert slæmt. En sömuleiðis njóttu áramótanna og vonandi verður nýja árið þér og þínum gott.

 
At 7:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár vinkona og takk fyrir það gamla. Já það er nú meira hvað húsmóðirinn úr Mosó kemur manni alltaf til bjargar, öðlingskona alveg hreint :)

 
At 8:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já hehe nautatungan hefur ávallt staðið fyrir sínu og þetta voru skrítin áramót en alls ekki að það hafi verið slæmt. Stundum er gott og gaman að breyta til en vonandi verðum við öll fjölskyldan saman aftur einhver áramótin;) En mjög sætur og skemmtilegur pistill hjá þér elsku sys...

 

Skrifa ummæli

<< Home