Jólin koma...
...andað inn um nefið....og út um munninn....púst...púst....púst.....PRÓFIN BÚIN......hí-ha!!!!
Ó já þvílíkur léttir...annað prófið gekk upp en hitt svona la-la...frekar niður... ég á það til að vera svartsýn eftir próf og fá svo hærri einkunn en ég bjóst við...svo... þegar ég segi að mér hafi gengið svona la-la þá segja allir í kringum mig bara a-ha....einmitt!!!
En þessi önn var svo undarleg...rosa rólegt frameftir öllu en svo kemur 7 vikna vettvangsnám sem er fullt af verkefnum auk verkefnaskila í öðrum áföngum og svo undirbúningur fyrir próf og um leið frágangur og skil á vettvangsnámsmöppunni sem gæti orðið eitthvað um 50 bls......já þetta er undarlegt skipulag og spurning hvort maður á ekki að taka þetta að sér bara...heheheh
En....sem sagt....nú getur maður farið að undirbúa þessi blessuðu jól sem manni finnst maður eiginlega bara vera að missa af vegna lesturs og svona......jól sem eru svo stutt...þótt þau séu náttúrulega alltaf 13 dagar....það er sama...nú er að drífa sig í að klára að kaupa jólagjafirnar, skrifa á kortin, klára að skreyta EN umfram allt EYÐA DÝRMÆTUM TÍMA MEÐ DÓTTUR MINNI....sem kvartar og kvartar yfir því að mamma sé alltaf í tölvunni.....og læt ég því hér staðar numið....
2 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Já einmitt ég man nú alveg eftir því að það var sagt nei vá ég er sko fallinn og hvað svo fín einkunn þannig að bíddu bara þangað til einkunnirnar koma.
Börnin mín eru sko alveg eins æi mamma ertu ekki að koma þannig að endilega njóttu þess að vera með henni þau eru víst nógu fljót að stækka samt.
Skrifa ummæli
<< Home