Jólaleg jól....eða ekki!!!
Þetta eru einhver undarlegurstu jól sem ég hef upplifað, stutt var þessi hátíð þrátt fyrir að ég hafi verið í fríi á Þorláksmessu og komið heim til mömmu kvöldið fyrir Þorláksmessu ásamt Grétu minni, pabba og Óla bróður (sem by the way hefur ekki komist svona snemma til eyja fyrir jól síðan sautjánhundruðogsúrkál!!!). Veðrið minnti alls ekkert á jólin og það hefur allt verið svo undarlegt eitthvað :( ég veit ei hvað skal segja....
...allavega...oftast nær er ég ekkert að stressa mig á hlutunum, tapa mér ekki í búðum rétt fyrir jól, ríf ekki allt út úr skápum og þríf eða fer að mála, spasla, parketleggja eða annað þvíumlíkt...mömmu finnst ég óttalega mikil rola stundum EN....ég vil frekar eyða tímanum í að vera með Grétu og hafa það huggulegt en þeysast um allan bæ....svo ég reyndi að gera sem mest á stystum tíma og þá varð líka eitthvað að sitja á hakanum..þannig er það nú bara.....
...ég var á fullu í verkefnavinnu, próflestri og prófum sem lauk ekki fyrr en 16.des. Við mæðgur vorum reyndar búnar að baka snemma en sem sagt 16.des átti ég eftir að kaupa nánast allar jólagjafirnar, fá myndina af Grétu fyrir jólakortin, skrifa jólakortin, pakka inn, pakka niður, ganga frá öllu, og koma okkur í Herjólf með allt heila klabbið....þannig að það sem sat á hakanum eru pakkarnir og kortin til Ítalíu....er enn að vinna í þeim :(
Einnig átti alveg eftir að gera jólahreingerninguna og setja upp restina af jólaskrautinu EN...þrátt fyrir að hér hafi verið ryk og óhreinn þvottur, skóabækur á víð og dreif og annað smálegt þá komu nú jólin og við mæðgur höfðum það ákaflega gott í faðmi fjölskyldunnar þar sem við orðuðum ljúffengan mat, drukkum fullt af jólaöli, horfðum á videó (ég horfði á Nonna og Manna þættina í einni bunu.....og fór aftur í tímann með Didda bróður!!!) Semsagt allt eins og það á að vera þessa dagana og allt í lukkunnar velstandi...
Það sem ég er að reyna að segja er að það er mikilvægast að vera með þeim sem maður ann mest um jólin, tiltektin, jólagjafirnar, jólakortin.....það eru aukaatriðin!!!! Jólin koma hvort eð er...er búin að láta á það reyna.....kannski þess vegna voru jólin svona skrýtin í ár.....hehehe
Vona að þið eigið ánægjuleg áramót!!
4 Comments:
Algjörlega sammála þér... Þetta er það sem jólin snúast um: Að vera með sínum nánustu..:) (þó að pakkarnir séu nú alltaf skemmtó líka híhí).... En ég óska þér og Grétu þinni (í sætustu kápu í heimi) gleðilegs nýs árs... Bestu kveðjur Ragna Jenný...
Hehe..takk fyrir þetta Ragna Jenný...kápan er geggjuð...hún er sko frá því ég var lítil sem gerir þetta enn skemmtilegra :)
Gleðilegt ár sömuleiðis!
Hehehe Nonni & Manni klikka aldrei elsku sys. Þetta verður nú bara árlegt núna, horfum á Nonna og Manna saman næst aftur á næstu jólum!!!!
Kv.
Diddi Bró;)
Gleðileg jól elsku vinkona...
Oh mmm,ég hefði nú reynsluna af því hvað það er notalegt að vera með þér heima hjá Petru og Jóa - ótrúlega þægilegt, sérstaklega ef að einhver kisulóra svæfir mann.. En ég hefði ekki sett Nonna og Manna í tækið-- það hefði nú verið hin óborganlega Rauða Akurlilja (í þúsundasta skiptið haha.)
Kv. Sara G
Skrifa ummæli
<< Home