fimmtudagur, mars 27, 2008

Best að óska sér varlega

Be careful what you wish for, you might just get it all!!!!

Ég ætlaði að eyða páskunum uppi í sófa, í náttfötunum og glápa á tv og gerði það svo sannarlega nema með óráði, 39 stiga hiti í 4 daga, beinverkir, skrælnaður munnur og brjálæðislegasti höfuðverkur sem ég hef á ævinni upplifað....ó já...flensan mætti í öllu sínu veldi og ég var sko sófadýr í orðsins fyllsta alla páskana og meira til. Fór fyrst að vinna í gær og var meira að segja enn þá frekar slöpp!!!!
Ömurlegt...búin að missa 2 kíló í staðinn fyrir að bæta þeim á mig með lambalæri og súkkulaði...en það kemur ekki að sök, verð eflaust fljót að troða í mig súkkulaði um leið og lystin lætur aftur á sér kræla!!!

Annars erum við mæðgur bara ferskar, Jón Bjarni fermist á laugardaginn og við erum búnar að kaupa fermingargjöfina, pappírinn og skrautið og dúllan mín að farast úr tilhlökkun og stolt af stóra bróður!!

Annars allt rólegt svo ég bið ykkur vel að lifa!!!!!!!!!!!

þriðjudagur, mars 18, 2008

Dösuð og hlakka til páskanna!!

Það er ekki laust við að maður sé eftir sig eftir atburði helgarinnar.

Á föstudaginn fór ég út að borða með Óla, Bjarna, Örnu og fleirum á Tabasco og svo voru það Sálartónleikarnir....eigum við að ræða það eitthvað???

Ji minn eini hvað það var gaman, mikil og góð stemmning og dásamlegt að vera þarna með bræðrum mínum, vantaði bara Hörpu mína...en ég hringdi nú í hana og leyfði henni að njóta!!!

Heill haugur af minningum flögraði um hugann og ekki laust við að nokkur tár brytust fram....úffff.....minningar tengdar Kristbjörgu, Hörpu, þjóðhátíð, Sálarböllum hér í denn, Diddi bróðir, Gréta mín, Vestmannaeyjar, rúnturinn...úfffff....ég var bara 13 ára þegar þeir byrjuðu að "meika það".....já....tíminn líður hratt!!!

Á laugardagskvöldinu var svo árshátíð í vinnunni og þar var hattaþema. Ég fékk lánað höfuðskratut hjá Berglindi Ómars og var gasa fín í nýja kjólnum mínum og með hárið í hnút a-la Óli bro og make-up a-la Ingunn bella!!!

Takk elskurnar fyrir að gera mig svona fína og fallega!!!!

Árshátíðin var í gyllta salnum, Silfur, á Hótel Borg og Skari skrípó var þar veislustjóri og annað samstarfsfólk mitt var með hin og þessi atriði, svo var bara diskó og gasa geim.

Nú sunnudagurinn var bara sófadagur og nokkuð augljóst að ég er ekki í þjóðhátíðar-formi, er ekki að höndla það að fara út tvö kvöld í röð....kannski ekki það sem er að hrjá mig...en það er annað mál!!!!!

Í gær skellti ég mér svo í leikhús með bræðrum mínum, í Borgarleikhúsið að sjá Kommúnuna, það var meiriháttar gaman og ég hreinlega dýrka að fara í leikhús.

Ef ég ætti fleiri stundir, fleiri mínútur....myndi ég vera á tónleikum, leikhúsi, bíó og annarri menningu að mínu skapi!!!!!!!
Nú, við mæðgur erum búnar að ákveða að vera bara heima hjá okkur um páskana, ætlum ekkert að fara til eyja. Erum búnar að plana kósý sófadag í náttfötunum með páskaegg, gott sjónvarpsefni, góðar bækur og bara vera tvær saman að dúllast!!
Erum meira að segja búnar að kaupa páskagreinar og skreyta þær!!!!!!!!!!
Æ hvað það á eftir að vera notalegt hjá okkur!!
Gleðilega páska!!!!!


föstudagur, mars 07, 2008

Crazy doing

Hér hefur bara verið allt crazy doing.....fór með Óla bro norður um þar síðustu helgi og það var nú aldeilis hugguleg ferð (hann er búinn að vera að bíða eftir ferðasögunni hér hahaha).
Við vorum í góðu yfirlæti hjá Beggu og þáðum þvílíku kræsingarnar hjá Heiðu sys auk þess sem Bakaríið við brúna kom sterkt inn sem og Greifinn og Brynju-ísinn!!! Takk fyrir elskurnar!!!

Ferðin var frábær en hún byrjaði nú frekar klaufalega....við Óli vorum bara með flugfreyjutöskur og vorum bara með handfarangur. Hildur Rós var líka að fara og hún var með meiri farangur svo við innrituðum okkur öll saman og fengum sæti hlið við hlið. Svo var kallað út í vél og við leggjum af stað og konan sem skannar miðann ætlaði varla að hleypa okkur í gegn með handfarangurinn!!!!

Svo komum við í vélina og þá voru bara margir með sama sæti og Hildur svo það upphófst svaka rannsókn, Óli var nýbúinn að stinga miðunum okkar í vasann....eða töskuna...eða hólfið....allavega var hann nýbúinn að stinga þeim eitthvað, settist og þá þurftum við að sýna miðana en nei....þá fann Óli ekki okkar miða!!!!!! En það kom ekki að sök því það kom í ljós að einn farþeginn átti pantað með vélinni sem fór 45 mín á eftir þessari!!!!

Nú við tókumst svo loks á loft og svo slokknuðu ljósin og okkur var bent á lesljósin og ég var sko með ítölskubækurnar í töskunni því ég ætlaði sko að nota tímann til að læra því ég var að fara í próf á þriðjudeginum en nei, þá voru lesljósin okkar einu ljósin sem virkuðu ekki!!!!!
Svo ég neyddist til að segja Óla frá því sem var á döfinni hjá mér en sl. föstudag var ég að tala á málþingi sem við hjá leikskólum FS stóðum fyrir en við erum að kynna okkur bandaríska stefnu og vorum hér með fyrirlesara og tengdum þetta málþing því. Svo ég var með stutt erindi þar...rosa fjör!!!

En alla vega...þegar við nálguðumst Eyjafjörðinn byrjaði fjárans vélin að pompa og hristast og hossast og kastast til og ég náttúrulega alveg við það að missa mig af hræðslu, það sem mér finnst þetta óþægilegt!!!!!!!
Ég henti handleggnum utan um handlegginn á Óla og ríghélt mér og henti mér nánast í fangið á honum svo hrædd var ég, og hann bara pollrólegur? Hvað er að þér, spurði ég hann, tókstu eitthvað??? Heheheeh...en hann sagði að þetta væri ekkert því þegar hann fór í nóvember var það hrikalegt...svo þetta fannst honum ekkert!!!!!!!!!!!
En við lentum heilu og höldnu á Akureyri og ég, Óli og Heiða skelltum okkur á Fló á skinni og það sem við hlógum!!! Þegar Heiða fór að hrína jókst hláturinn um 70%!!!!!!!!!!!!!
Á laugardeginum hittum við ættingja og vini, skelltum okkur á listasafnið og dúlluðumst bara.

Nú síðan þetta var hef ég tekið 2 ítölskupróf, gert glærur og texta, talað á málþingi, tekið þátt í work-shop alla sl. helgi, farið í tvö afmæli hjá Sindra Frey, borðað á Þremur frökkum, borðað hjá Siggu og borðað hjá Jóni Bjarna og Jónu ásamt því að fara með Grétu á fótboltaæfingar og horft á hana á sýna atriði í skólanum.

Jamm...það er ekki annað hægt að segja nema það sé búið að vera aldeilis nóg að gera og nú skal slappað af þessa helgi því næstu helgi eru bæði Sálartónleikar og árshátíð FS.

Er svo að undirbúa mig fyrir málstofu sem ég verð með á málþingi á Akureyri í apríl...jidúddamía!!

Góða helgi!!!!!!!!!!!!