Dösuð og hlakka til páskanna!!
Það er ekki laust við að maður sé eftir sig eftir atburði helgarinnar.
Á föstudaginn fór ég út að borða með Óla, Bjarna, Örnu og fleirum á Tabasco og svo voru það Sálartónleikarnir....eigum við að ræða það eitthvað???
Ji minn eini hvað það var gaman, mikil og góð stemmning og dásamlegt að vera þarna með bræðrum mínum, vantaði bara Hörpu mína...en ég hringdi nú í hana og leyfði henni að njóta!!!
Heill haugur af minningum flögraði um hugann og ekki laust við að nokkur tár brytust fram....úffff.....minningar tengdar Kristbjörgu, Hörpu, þjóðhátíð, Sálarböllum hér í denn, Diddi bróðir, Gréta mín, Vestmannaeyjar, rúnturinn...úfffff....ég var bara 13 ára þegar þeir byrjuðu að "meika það".....já....tíminn líður hratt!!!
Á laugardagskvöldinu var svo árshátíð í vinnunni og þar var hattaþema. Ég fékk lánað höfuðskratut hjá Berglindi Ómars og var gasa fín í nýja kjólnum mínum og með hárið í hnút a-la Óli bro og make-up a-la Ingunn bella!!!
Takk elskurnar fyrir að gera mig svona fína og fallega!!!!
Árshátíðin var í gyllta salnum, Silfur, á Hótel Borg og Skari skrípó var þar veislustjóri og annað samstarfsfólk mitt var með hin og þessi atriði, svo var bara diskó og gasa geim.
Nú sunnudagurinn var bara sófadagur og nokkuð augljóst að ég er ekki í þjóðhátíðar-formi, er ekki að höndla það að fara út tvö kvöld í röð....kannski ekki það sem er að hrjá mig...en það er annað mál!!!!!
Í gær skellti ég mér svo í leikhús með bræðrum mínum, í Borgarleikhúsið að sjá Kommúnuna, það var meiriháttar gaman og ég hreinlega dýrka að fara í leikhús.
Ef ég ætti fleiri stundir, fleiri mínútur....myndi ég vera á tónleikum, leikhúsi, bíó og annarri menningu að mínu skapi!!!!!!!
Nú, við mæðgur erum búnar að ákveða að vera bara heima hjá okkur um páskana, ætlum ekkert að fara til eyja. Erum búnar að plana kósý sófadag í náttfötunum með páskaegg, gott sjónvarpsefni, góðar bækur og bara vera tvær saman að dúllast!!
Erum meira að segja búnar að kaupa páskagreinar og skreyta þær!!!!!!!!!!
Æ hvað það á eftir að vera notalegt hjá okkur!!
Gleðilega páska!!!!!
2 Comments:
Hæ honey.
Fæ nú bara gæsahúð að lesa bloggið um tónleikana.....jiiiminn eini hvað ég vildi að ég hefði komist á þá. En eins og ég sagði við förum saman á 30 ára afmælistónleikana þeirra :-).
Sjáumst síðar darling.
KV Harpa
Gleðilega páska dúllurnar okkar. Njótið hátíðarinnar í rólegheitinum heimavið, það getur líka verið svo hrikalega notó;-) Passið samt að borða ekki yfir ykkur af páskaeggjum, hehe.
Páskaknús frá Árósum, Dóra Hanna, Sighvatur, Gabríel og Elmar Elí.
Skrifa ummæli
<< Home