fimmtudagur, mars 27, 2008

Best að óska sér varlega

Be careful what you wish for, you might just get it all!!!!

Ég ætlaði að eyða páskunum uppi í sófa, í náttfötunum og glápa á tv og gerði það svo sannarlega nema með óráði, 39 stiga hiti í 4 daga, beinverkir, skrælnaður munnur og brjálæðislegasti höfuðverkur sem ég hef á ævinni upplifað....ó já...flensan mætti í öllu sínu veldi og ég var sko sófadýr í orðsins fyllsta alla páskana og meira til. Fór fyrst að vinna í gær og var meira að segja enn þá frekar slöpp!!!!
Ömurlegt...búin að missa 2 kíló í staðinn fyrir að bæta þeim á mig með lambalæri og súkkulaði...en það kemur ekki að sök, verð eflaust fljót að troða í mig súkkulaði um leið og lystin lætur aftur á sér kræla!!!

Annars erum við mæðgur bara ferskar, Jón Bjarni fermist á laugardaginn og við erum búnar að kaupa fermingargjöfina, pappírinn og skrautið og dúllan mín að farast úr tilhlökkun og stolt af stóra bróður!!

Annars allt rólegt svo ég bið ykkur vel að lifa!!!!!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home