Eyjarnar - Fisher - Páskafríið og allt hitt!!!
Eyjarnar
Jæja...þá er maður kominn heim úr eyjunum...mikið eru þær alltaf fallegar og gott að vera þar...samt er ég ekki til í að flytja þangað aftur! Svona er maður skrýtinn...mér finnst alltaf svo gott að koma þangað (sko þegar Herjólfsferðin er yfirstaðin!!) og ég tala nú ekki um eftir að maður er kominn með barn..þvílík paradís. Ég hleypi Grétu varla einni út hér í R.vík en í eyjum fer hún ein út í garð að kríta og leika sér, og mamman nokkuð róleg á meðan :)
Við heimsóttum Finnsa og co og þar fóru Gréta og Elínborg Eir út að leika og ég var alltaf að kíkja út um gluggann...alveg móðursjúk. En auðvitað fóru þær ekkert, nema þá í brekkuna með snjóþotuna sem spaugarinn lét þær fá...í vorblíðunni!!!
Já víst er fagur Vestmannaeyjabær en samt er af sem áður var, þegar eyjarnar fögru iðuðu af lífi og fjöri...mér finnst nú frekar dapurt bæjarlífið þar og tel að ekki myndi það lagast neitt við göngin...ó nei...ég er sko á móti þeim...hvað sem hver segir...ég held þau geri eyjunum ekkert gott. Þeim væri nær að bæta samgönguleiðina, fá almennilega ferju með tv í klefunum og svona...í staðinn fyrir þetta bull!! Já hana nú!!!
Fisher
Jæja...Bobby Fisher bara orðinn íslendingur....bara rétt si svona!!! Ég verð nú að segja að þetta er frekar undarlegt mál allt saman...hvað er að verða um okkur íslendinga...erum við algerlega að tapa okkur?? Ég hef svo sem ekkert á móti Fisher...hann er bara afskaplega sérvitur greyið, eins og flestir snillingar eru, en hvað er þetta að rjúka upp til handa og fóta og rjúfa sjónvarpsdagskrána til að sýna okkur þegar Fisher kom til landsins og allt það plott sem fram fór...þvílíkt sem það var nú hallærislegt!!!
Ég fylgist lítið sem ekkert með pólítík...en ég hef ekki verið hrifin af þeim ungu þingmönnum sem eru að stíga sín fyrstu spor....mér finnst að þingmenn eigi bara ekki að geta setið hjá.....eins og t.d hún Dagný Jónsdóttir, hún situr ansi oft hjá í "stórum" málum, hún tekur ekki afstöðu með einu eða neinu, situr bara hjá!! Mér finnst að það ætti ekki að vera " í boði". Þingmenn eru kjörnir á þing til að taka ákvarðanir og eiga þá að gera það, ekki bara sitja hjá!! Eins og með Fisher málið, ég var alveg sammála Dagnýju þegar hún sagist ekki hafa greitt atkvæði með Fisher því hún vildi gæta jafnræðis. Við erum að senda flóttafólk sem kemur hingað og biður um pólítískt hæli aftur til síns heima þar sem þess bíður ekkert nema eymd og volæði, jafnvel dauðinn en svo af því Bobby Fisher er frægur og hefur "gert svo mikið fyrir Ísland??" þá skulum við bjarga honum!!! Þá spyr ég.....Af hverju greiddi hún ekki atkvæði á móti?? Hver veit!!!
Páskafríið
Ummm hvað maður hefur það alltaf gott á "Hotel Mömmu" það er ekkert eðlilegt :) Greyið mamma samt, var að vinna annan hvern dag frá 04.15-12 um páskana...og hina dagana var Gréta mætt inn til hennar um 9 til að horfa á barnaefnið!! Enginn friður!!!
Við gerðum nú samt helling um páskana, heimsóttum Elvu og co, Ester og co, og Finnsa og co. Fórum upp á Eldfell að ná í hraunmola, í fjöruna að tína skeljar, í barnamessu og í vinnuna hennar mömmu. Auk þess að fara í hinn dæmigerða eyjabíltúr; upp á hraun, inn í dal, niður á bryggju....þið vitið hvað ég meina...og auðvitað í ísbúðina...klikkar ekki!!!
Lærdómurinn sat ekki á hakanum....tölvan var tekin með enda verkefnaskil á morgun......úppsss...á morgun já....læt því staðar numið hér....hver nennir að lesa þetta raus mitt....það er annað mál!!!
Þar til næst......lifið í lukku en ekki í krukku!!!!!!