sunnudagur, mars 20, 2005

Júrovisjon

Obbobobb...

...var að horfa á Gísla Martein ...júrovisjon er í miklu uppáhaldi hjá mér...ekki það að ég muni hver gaf hverjum stig eða hver vann/tapaði og þess háttar...heldur finnst mér svo gaman að hlusta á ólíka og öðruvísi tónlist en þá sem glymur í útvarpinu...þess vegna fannst mér frekar fúlt þegar allir máttu syngja á ensku!! En tímarnir breytast og mennirnir með og ég fylgist spennt með keppninni :) Áfram Ísland!!

Mér líst bara nokkuð vel á lagið okkar í ár, fjörugt og líflegt....enda flottur hópur sem er á bak við þetta allt saman...en við erum ekki á leiðinni að vinna þessa keppni eins og allt "fagfólkið" gaf til kynna í þætti Gísla Marteins. Við erum nú þekkt fyrir mikilmennskuna og allt það en hvernig í ósköpunum ættum við að geta haldið svona keppni, ekki einu sinni með almennilegt tónlistarhús? Sjá þessar stjörnur sem flykkjast til Íslands að syngja, Carreras, Domingo og fleiri...troðandi upp í íþróttahúsi.....come on!!!!

En hvað er þetta með að hafa júrovisjonkeppnina á fimmtudegi? Hver leyfði það? Það eyðileggur alla stemmningu, nema allir taki höndum saman og gefi íslendingum frí!!! Hehehehe je right!!!!

En jæja....che sará sará.....whatever will be will be.......

Góðar stundir!!!!!

1 Comments:

At 5:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og hó elsku Íris Dögg og til lukku með bloggið :-)

Nú ferðu að lenda í þessum helstu blogg-böggum, eins og t.d. það þegar þú hringir í vini þína til að spjalla og þeir segja í annarri hverri setningu: "Já, ég var búinn að lesa þetta á síðunni þinni"..he,he

Talandi um Eurovision, þetta er ansi stórt mál hér í Danmörku. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvenær keppnin er, er það ekki í maí eins og alltaf? (man a.m.k. að það var Eurovision 3. maí 1997 þegar við Dóra Hanna giftum okkur:) Nema hvað, á föstudögum er nú spurningaþáttur þar sem söngvarar keppa í Eurovision, spurt um gömul halló lög o.s.frv...sá í gær bræðurna Olsen frá 1978, dó úr hlátri...en ég held þetta gæti gert sig á klakanum, við eigum nú orðið nokkuð góða Eurovision sögu frá Gleðibankanum 1986, næstum 20 ár...jæja, aftur í lærdóminn...

Hilsen,
Sighvatur og gengið í Danmörku

 

Skrifa ummæli

<< Home