Byrjunin
Jæja...
...þá er maður orðinn eins og allir hinir...farin að blogga....kannski tími til kominn....kannski ekki :) sjáum hvað setur!!
Ég hef svo sem ekki mikinn tíma aflögu þessa dagana...er að vinna allan daginn, sinna barni og búi og læra þess á milli....en því fer nú að ljúka, síðustu verkefnaskil eru í lok apríl...þá er frí þar til í águst!!! Annars er tíminn svo andsk...fljótur að líða, mér finnst ég vera nýbyrjuð í skólanum og er strax hálfnuð...bara 2 ár eftir..híhíhí!!!
Annars er merkilegur dagur í dag......16 ár frá því að ég fermdist í Landakirkju í Vestmannaeyjum....amma mín, Svana í Halakoti, hefði orðið 83 ára í dag...blessuð sé minning hennar og síðast en ekki síst á Siggi Vídó afmæli í dag....30 ára...til lukku með það félagi!!
Læt þetta nægja í bili...góðar stundir!!
2 Comments:
Til hamingju með bloggið þitt, vona að þú verðir jafn dugleg að blogga fyrir þig eins og þú ert dugleg að halda úti vefdagbók fyrir Grétu.
Kv, Þórir
Til hamingju með bloggið elsku vinkona!
Byrjar vel hjá þér og það verður gaman að fylgjast með þér hérna á síðunni :-)
Gangi þér allt í haginn í verkefnatörninni og lífinu sjálfu :)
Bestu kveðjur, Dóra Hanna og co.
Skrifa ummæli
<< Home