þriðjudagur, júlí 29, 2008

Skjótt skipast veður í lofti....

...og það er þroskamerki að geta skipt um skoðun var mér einu sinni sagt!!!
Jæja þroskuð eða óþroskuð....ég er að fara á þjóðhátíð!!!
Við mæðgur höfum tekið þá ákvörðun að skella okkur á þjóðhátíð og erum búnar að fara í Partýbúðina og kaupa allskonar fylgihluti!!!!!!!!!!!
Erum farnar!!!!!

Góða verslunarmannahelgi!!!!!

mánudagur, júlí 21, 2008

Fríið að byrja

...ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég fer í fríið...ó já, er komin í sumarfrí og byrjaði á því að bruna á Arnarstapa með Grétu og Birgittu þar sem við fórum í bústað til Ingunnar og strákanna. Harpa og Jón Gunnar voru líka þar með börnin og tjaldvagninn svo það var mikil gleði!!
Veðrið var stórkostlegt á laugardaginn og sést það best á okkur vinkonunum þar sem við erum bleikar á hinum og þessum stöðum!!!!!!
Þvílíkt sem það var huggulegt að liggja á veröndinni með hvítvínsglas og láta sólina skína á sig.
Við fórum með krakkana á gleðibumbuna, fórum að Malarrifsvita og þar niður í fjöru og fengum okkur vöfflur/gulrótarköku/eplapæ á kaffihúsinu að Hellnum.
Á heimleiðinni fengum við okkur nesti í fjörunni á Búðum og smökkuðum vatnið í Ölkeldu sem féll í misgóðan jarðveg.

Þannig byrjaði fríið og hvert framhaldið verður veit nú enginn ennþá nema við ætlum að skreppa til Köben með Óla bróður í ágúst og ég er að velta fyrir mér verslunarmannahelginni!!

Erum boðnar í skírn í eyjum 28.júlí sem er mánudagur fyrir þjóðhátíð og þá yrði þetta 3ja eða 4ða árið í röð sem ég fer frá eyjum vikuna fyrir þjóðhátíð!!!!
Sumir kalla mig klikk en mér er alveg sama, ég sakna ekki þjóðhátíðarinnar og fer létt með að vera í Reykjavík eða hvar sem er á landinu um þjóðhátíðina....ólíkt sumum sem ég þekki sem þjást af sorg og trega og sjálfsvorkun ef þeir hafa tekið þá ákvörðun að vera ekki á þjóðhátíð!!

En ef svo skemmtilega vildi til að ég, Harpa, Ingunn og Birgitta gætum farið saman á þjóðhátíð myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um...svo stelpur....koma svo!!!!!!!!!!

Annars eru næstu dagar bara óráðnir og mér er nokkuð sama þótt hann rigni, þá hef ég ekki samviskubit yfir að sofa út!!!!!!!!!!!

sunnudagur, júlí 13, 2008

Ótrúlegt...

...hvað heit sturta og gott body lotion getur bjargað deginum!!!!

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Mitt í öllu rykinu barst mér þetta...

LADIES!!!!!!!!!

Remember...a layer of dust protects the Wood beneath it.
A house becomes a home when you can write "I love you" on the furniture.
I used to spend at least 8 hours every weekend making sure things were just perfect - 'in case someone came over.
Finally I realised one day that no-one came over; they were all out living life and having fun!

NOW, when people visit, I don't have to explain the condition of my home . They are more interested in hearing about the things I've been doing while I was away living life and having fun. If you haven't figured this out yet, please heed this advice. Life is short. Enjoy it!

Dust if you must ....... but wouldn't it be better to paint a picture or write a letter, bake cookies or a cake and lick the spoon or plant a seed, ponder the difference between want and need?!

Dust if you must, but there's not much time . . . . with beer to drink , rivers to swim and mountains to climb , music to hear and books to read, friends to cherish and life to lead.

Dust if you must, but the world's out there with the sun in your eyes, the wind in your hair, a flutter of snow, a shower of rain. This day will not come around, again.

Dust if you must , but bear in mind, old age will come and it's not kind. . . And when you go - and go you must - you, yourself will make more dust! Share this with all the wonderful friends in your life. I JUST DID. It's not what you gather, but what you scatter that tells what kind of life you have lived.

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Jón Bjarni 14 ára!

Fyrir tæplega 11 árum kynntist ég Jóni Bjarna en þá var hann bara 3ja ára gamall. Ég hafði heyrt talað mikið um hann og séð myndir af honum hjá Þóri og þegar ég hitti hann í fyrsta skipti var hann hjá pabba sínum um helgina og ég var að koma frá London. Pabbi hans hafði sagt honum frá mér og þegar hann vaknaði var ég sofandi við hliðina á honum. Hann tók mér strax vel og ég man að við horfðum saman á barnaefni fyrsta morguninn okkar saman og hann var mjög hress og kátur og frá fyrstu mínútu náðum við vel saman. Við urðum strax miklir vinir og þegar Þórir var að hringja í Jón Bjarna eða hann í okkur vildi hann alltaf líka fá að tala við mig.
Ég var bara 21 árs þegar við kynntumst og held að mér hafi tekist vel um í hlutverki kærustu pabba hans...hehehheehe...það er ekki alltaf auðvelt að eiga ekki barn og vera að taka þátt í að ala upp barn annarra!! Maður finnur muninn þegar maður eignast svo sjálfur barn.
Þegar ég varð ólétt af Grétu sögðum við honum það ekki strax en þegar hann skoðaði myndir af mér frá jólunum spurði ég hann hvort hann vissi af hverju ég væri með stærri maga en vanalega og hann sagðist halda að það væri af því ég væri með barn í maganum. Hann tók þessu öllu svo vel (enda er mamma hans gift manni sem á 3 börn svo hann er vanur að eiga systkini) og það var svo gaman á meðgöngunni að hann vildi alltaf vera að skoða barnafötin og meðgöngubókina og svo spurði hann svo margra skemmtilegra spurninga um barnið og það sem hann sá í bókinni.
Hann fékk að koma með í sónar hjá Einari Jóns í eyjum og Einar spurði hann hvort hann vildi systur eða bróður og sagði svo að það væri eflaust betra fyrir hann að fá systur því þá gæti hann haft allt Batman dótið sitt í friði fyrir henni, hún hefði pottþétt ekki áhuga á því!!!!!

Jón Bjarni var svo stoltur þegar hann sá systur sína í fyrsta sinn, hann var í sveitinni þegar hún fæddist en kom nokkrum dögum seinna. Svo var hann hjá okkur í heilan mánuð það sumar og hann var svo góður og duglegur, bara 6 ára gamall.
Hann kom með okkur á spítalann þegar Gréta fór í 5 daga skoðun og Gestur barnalæknir skoðaði hana. Þegar við komum inn leit Gestur á Jón Bjarna og sagði: Jæja, ertu kominn til að skila henni? Ég vissi það, og hvað viltu í staðinn? Hvolp? Það kom hér strákur í gær og skilaði systur sinni og fékk hvolp, viltu það???
Jón Bjarni starði furðu lostinn á lækninn og stamaði svo nnnneeeeiiii!!!!!
Gestur leit þá enn alvarlegri á hann, beygði sig að honum og sagði: Þegar hún verður stærri, þá verður þú sko að passa hana og kenna henni umferðarreglurnar svo hún hlaupi ekki út á götu og verði fyrir bíl!!!! (þeir sem þekkja Gest lækni vita hvernig hann getur verið!!!!)
Síðan skoði Gestur Grétu og sagðist svo skilja Jón Bjarna vel að vilja ekki skila henni því þetta væri frábært eintak sem hann hefði fengið fyrir systur!!!!!
Jón Bjarni hefur greinilega tekið lækninn mjög alvarlega því hann hefur alltaf verið svo góður við Grétu, það hálfa væri nóg. Hann er alltaf að passa hana, að hún heyri ekki ljót orð, sjái ekki ljótar, bannaðar myndir og hann gætir hennar alltaf svo vel og er alltaf tilbúinn að gera allt fyrir hana og með henni. Þau heyrast oft í síma og heimsækja hvert annað mjög oft og hann hefur oft komið hér og gist og hún gist hjá honum og þeim þykir svo óendanlega vænt hvoru um annað.

Jón Bjarni er 14 ára í dag og við fórum í afmælisveisluna hans áðan. Margt hefur breyst frá því við Jón Bjarni hittumst fyrst en það sem hefur ekki breyst er hversu mér þykir vænt um hann og hversu Grétu þykir vænt um hann og honum um hana. Systkinakærleikurinn þeirra á milli er yndislegur og ég mun gera allt sem ég get til að hann haldist óbreyttur um ókomna tíð.

Elsku Jón Bjarni okkar, til hamingju með daginn.....við elskum þig eins og þú ert!!!!!!!