Jón Bjarni 14 ára!
Fyrir tæplega 11 árum kynntist ég Jóni Bjarna en þá var hann bara 3ja ára gamall. Ég hafði heyrt talað mikið um hann og séð myndir af honum hjá Þóri og þegar ég hitti hann í fyrsta skipti var hann hjá pabba sínum um helgina og ég var að koma frá London. Pabbi hans hafði sagt honum frá mér og þegar hann vaknaði var ég sofandi við hliðina á honum. Hann tók mér strax vel og ég man að við horfðum saman á barnaefni fyrsta morguninn okkar saman og hann var mjög hress og kátur og frá fyrstu mínútu náðum við vel saman. Við urðum strax miklir vinir og þegar Þórir var að hringja í Jón Bjarna eða hann í okkur vildi hann alltaf líka fá að tala við mig.
Ég var bara 21 árs þegar við kynntumst og held að mér hafi tekist vel um í hlutverki kærustu pabba hans...hehehheehe...það er ekki alltaf auðvelt að eiga ekki barn og vera að taka þátt í að ala upp barn annarra!! Maður finnur muninn þegar maður eignast svo sjálfur barn.
Þegar ég varð ólétt af Grétu sögðum við honum það ekki strax en þegar hann skoðaði myndir af mér frá jólunum spurði ég hann hvort hann vissi af hverju ég væri með stærri maga en vanalega og hann sagðist halda að það væri af því ég væri með barn í maganum. Hann tók þessu öllu svo vel (enda er mamma hans gift manni sem á 3 börn svo hann er vanur að eiga systkini) og það var svo gaman á meðgöngunni að hann vildi alltaf vera að skoða barnafötin og meðgöngubókina og svo spurði hann svo margra skemmtilegra spurninga um barnið og það sem hann sá í bókinni.
Hann fékk að koma með í sónar hjá Einari Jóns í eyjum og Einar spurði hann hvort hann vildi systur eða bróður og sagði svo að það væri eflaust betra fyrir hann að fá systur því þá gæti hann haft allt Batman dótið sitt í friði fyrir henni, hún hefði pottþétt ekki áhuga á því!!!!!
Jón Bjarni var svo stoltur þegar hann sá systur sína í fyrsta sinn, hann var í sveitinni þegar hún fæddist en kom nokkrum dögum seinna. Svo var hann hjá okkur í heilan mánuð það sumar og hann var svo góður og duglegur, bara 6 ára gamall.
Hann kom með okkur á spítalann þegar Gréta fór í 5 daga skoðun og Gestur barnalæknir skoðaði hana. Þegar við komum inn leit Gestur á Jón Bjarna og sagði: Jæja, ertu kominn til að skila henni? Ég vissi það, og hvað viltu í staðinn? Hvolp? Það kom hér strákur í gær og skilaði systur sinni og fékk hvolp, viltu það???
Jón Bjarni starði furðu lostinn á lækninn og stamaði svo nnnneeeeiiii!!!!!
Gestur leit þá enn alvarlegri á hann, beygði sig að honum og sagði: Þegar hún verður stærri, þá verður þú sko að passa hana og kenna henni umferðarreglurnar svo hún hlaupi ekki út á götu og verði fyrir bíl!!!! (þeir sem þekkja Gest lækni vita hvernig hann getur verið!!!!)
Síðan skoði Gestur Grétu og sagðist svo skilja Jón Bjarna vel að vilja ekki skila henni því þetta væri frábært eintak sem hann hefði fengið fyrir systur!!!!!
Jón Bjarni hefur greinilega tekið lækninn mjög alvarlega því hann hefur alltaf verið svo góður við Grétu, það hálfa væri nóg. Hann er alltaf að passa hana, að hún heyri ekki ljót orð, sjái ekki ljótar, bannaðar myndir og hann gætir hennar alltaf svo vel og er alltaf tilbúinn að gera allt fyrir hana og með henni. Þau heyrast oft í síma og heimsækja hvert annað mjög oft og hann hefur oft komið hér og gist og hún gist hjá honum og þeim þykir svo óendanlega vænt hvoru um annað.
Jón Bjarni er 14 ára í dag og við fórum í afmælisveisluna hans áðan. Margt hefur breyst frá því við Jón Bjarni hittumst fyrst en það sem hefur ekki breyst er hversu mér þykir vænt um hann og hversu Grétu þykir vænt um hann og honum um hana. Systkinakærleikurinn þeirra á milli er yndislegur og ég mun gera allt sem ég get til að hann haldist óbreyttur um ókomna tíð.
Elsku Jón Bjarni okkar, til hamingju með daginn.....við elskum þig eins og þú ert!!!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home