Jæja...eru ekki allir í stuði????????
Ég fór til Berlínar með vinnunni um miðjan október og skemmti mér konunglega þrátt fyrir smá gjaldeyrisstress svona rétt fyrir brottför...en það reddaðist...það gerir það alltaf...það er svo merkilegt.
Nú við kíktum á Hertha Berlin - Stuttgart á Ólympíuleikvanginum og skemmtum okkur konunglega (Sverrisson Sverrisson Sverrisson....hehehehe) og svo var borgin skoðuð og auðvitað sáum við allt það helsta, Sigursúluna, Berlínarmúrinn, Brandenburger Tor, Checkpoint Charlie og ég veit ekki hvað og hvað (myndir á Facebook).
Anyway....sumarbústaðarferðin síðustu helgi var hreinn unaður...líka torfærukeppnin með Finnsa í kolniðamyrkri....frábær skemmtun, myndasýning og þvílík tískuslys, skemmtiatriði, gönguferð, fjórhjólaferð þar sem ég keyrði eins og kjelling...ojojoj....en fyrst og síðast MIKIÐ MIKIÐ HLEGIÐ!!!!!!!!!!!!!!
Miðað við ástandið í þjóðfélaginu í dag er maður bara lánsamur með sína leikskólakennaramenntun, sérstaklega þar sem kreppa leiðir oft til barneigna og einhver þarf víst að gæta allra barnanna (nema atvinnuleysi verði það mikið að allir geti verið heimavinnandi....úffffff....) og þá kemur sér vel að vera kennaramenntaður!!!!!!
Launin eru líka það lág að það dettur engum í hug að fara fram á að við lækkum launin okkar....eða jú kannski...maður veit aldrei hvað þessum stjórnvöldum dettur í hug!!!!!!!!!!!!
Er annars bara hress og kát þrátt fyrir allt saman og vonandi þið líka!!!!!!!!!!!