föstudagur, október 31, 2008

Jæja...eru ekki allir í stuði????????

Ég fór til Berlínar með vinnunni um miðjan október og skemmti mér konunglega þrátt fyrir smá gjaldeyrisstress svona rétt fyrir brottför...en það reddaðist...það gerir það alltaf...það er svo merkilegt.
Nú við kíktum á Hertha Berlin - Stuttgart á Ólympíuleikvanginum og skemmtum okkur konunglega (Sverrisson Sverrisson Sverrisson....hehehehe) og svo var borgin skoðuð og auðvitað sáum við allt það helsta, Sigursúluna, Berlínarmúrinn, Brandenburger Tor, Checkpoint Charlie og ég veit ekki hvað og hvað (myndir á Facebook).

Anyway....sumarbústaðarferðin síðustu helgi var hreinn unaður...líka torfærukeppnin með Finnsa í kolniðamyrkri....frábær skemmtun, myndasýning og þvílík tískuslys, skemmtiatriði, gönguferð, fjórhjólaferð þar sem ég keyrði eins og kjelling...ojojoj....en fyrst og síðast MIKIÐ MIKIÐ HLEGIÐ!!!!!!!!!!!!!!

Miðað við ástandið í þjóðfélaginu í dag er maður bara lánsamur með sína leikskólakennaramenntun, sérstaklega þar sem kreppa leiðir oft til barneigna og einhver þarf víst að gæta allra barnanna (nema atvinnuleysi verði það mikið að allir geti verið heimavinnandi....úffffff....) og þá kemur sér vel að vera kennaramenntaður!!!!!!
Launin eru líka það lág að það dettur engum í hug að fara fram á að við lækkum launin okkar....eða jú kannski...maður veit aldrei hvað þessum stjórnvöldum dettur í hug!!!!!!!!!!!!

Er annars bara hress og kát þrátt fyrir allt saman og vonandi þið líka!!!!!!!!!!!

laugardagur, október 11, 2008

Minningartónleikar um Vilhjálm Vilhjálmsson

Diddi bróðir var svo sætur að bjóða mér með sér á Minningartónleikana um Vilhjálm Vilhjálmsson og þeir voru alveg stórkostlegir.
Ég ólst upp við Villa Vill og ég á svona óljósar minningar þar sem Bíddu Pabbi, Ég labbaði í bæinn, Lítill drengur, Söknuður og fleiri lög ómuðu um Halakot og Steinbæ. Mér datt oft afi minn í Halakoti í hug þegar ég heyrði þessu lög en í seinni tíð verður mér oftar hugsað til foreldra minna þegar ég hlusta á þessi lög.

Ég fór í sumar og keypti mér safndiskinn og hef hlustað mikið á hann. Ég er frekar svona gamaldags og mér er ekkert alltof vel við þegar nútíma flytjendur eru að taka svona gömul, falleg og óðafinnanlega flutt lög og gera þau að sínum. Ég var því lengi að ákveða mig hvort mig langaði á þessa tónleika og tók svo þá ákvörðun að kaupa mér ekki miða. En þegar Diddi bróðir hringdi í gær og bauð mér gat ég ekki annað en að þiggja miðann og fara með honum, og ég sé ekki eftir því!!!
Ég tók eftir því þegar ég sat með tárin í augunum og kökk í hálsinum (já já ég er svolítið viðkvæm fyrir svona tónlist....) hvað Vilhjálmur og þeir listamenn sem unnu með honum voru miklir snillingar.

Textarnir hans og þeirra eiga svo sannarlega við á þessum síðustu og verstu tímum:

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott
það má finna út úr öllu ánægjuvott
þótt suma lang' að detta í lífsins lukkupott
er sagt að fátt er svo með öllu illt að ei boði gott

Þótt ástarsagan oft fari illa með menn
Þeir ætt' að vita að ekki er öll von úti enn
Þeim bjóðast miljón meyjar og þær margar flott
því að fátt er svo með öllu illt að ei boði gott

Fátt er svo með öllu illt
að ei boði gott

það má finna út úr öllu ánægjuvott
þótt suma lang´að detta í lífsins lukkupott
er sagt að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott

Ekki þótti Adam gamla eplið sem best
af syndum karlsins súpum við nú seyðið víst flest
En eplið lauk upp augum hans hve Eva var flott
sem sagt að fátt er svo með öllu illt að ei boði gott

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott

það má finna út úr öllu ánægjuvott
þótt suma lang´að detta í lífsins lukkupott
er sagt að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott!!!!

(Lag: Buck Owens)
(Texti: Ómar Ragnarsson)

og þessi líka:

Ég labbaði í bæinn, mér létt í skapi var
að líta inn á búllur samkvæmt vana.
Mér fannst ég vera þyrstur, fékk mér bjórglas inni á bar
og byrjaði að spá í nátthrafnana.

Þá settist hjá mér stúlka, hún sagðist vera sautján.

Hún sagði ei margt að vísu, en fylgdist með.
Ég gaf mér nægan tíma, því oft er það mín áþján
að ætla að gefa ráð og elginn veð.

Við töluðum um bilið, sem byggjum við af hvöt,

um bilið milli aldurs sem er gríma.
Við gefa viljum börnum okkar græna skóga og föt
en gleymum oft því dýrmætasta: Tíma.

Þá kom hún mér á óvart, því er ég fór að inna

eftir hennar skoðunum, ef hefði hún einhverjar.
Það litla sem hún sagði, ég verð að viðurkenna
vakti mig til umhugsunar á því hver ég var.

Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur

á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land,
því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur
komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand.

Okkur kann að virðast, að ungdómurinn nú
sé einskis nýtur, reki í lífsins gjólum.
En gleymum ekki staðreyndum, því staðreyndinn er sú:
Það vorum ég og þú, sem upp þau ólum.

Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur

á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land,
því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur
komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand.


Ég hvet alla til að hlusta af athygli á lögin hans Villa, þau láta manni alltaf líða betur!!!

fimmtudagur, október 09, 2008

9.október 2008

Í dag hefði Kristbjörg mín orðið 33 ára ef hún væri enn á meðal okkar.
Hún var aðeins 24ra ára þegar kallið kom en hafði samt afrekað svo margt fyrir þann tíma, hún var stúdent, búin að trúlofa sig og koma sér upp heimili auk þess að koma í heiminn tveimur glæsilegum stúlkum sem er meira en margur annar hefur gert á þessum aldri.

Kristbjörg mín var ótrúlega falleg og góð sál, hún var trúr og traustur vinur og því gleður það svo sannarlega mitt litla hjarta að í lok október séum við, gamli vinahópurinn, aftur sameinaður og á leið í sumarbústað en það var einmitt Kristbjörg sem hóaði hópinn saman fyrir 11 árum og bauð okkur í bústað. Síðan ætluðum við að gera þetta árlega, misstum eitt ár úr en eftir fráfall hennar ákvað hópurinn að standa saman og við fórum saman í sumarbústað einu sinni á ári en sl. ár hefur þetta því miður fallið niður. En nú er stefnan sett á bústaðarferð í lok október og enn og aftur sameinumst við og minnumst okkar ástkæru vinkonu auk þess að styrkja vinarböndin.

Elsku Kristbjörg mín, minning þín lifir svo sannarlega og það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki enn til þín og í góðra vina hópi kemur nafn þitt ennþá svo oft fyrir.
Ég mun taka með mér Kókómjólk og Kit Kat í sumarbústaðinn og minnast þín!!!!!!!!!!
Í kvöld mun ég kveikja á kertum þér til heiðurs.

Ég mun sakna þín þar til við hittumst að nýju.

laugardagur, október 04, 2008

Hvíta fold!!!

ja hérna hér...ég man þegar Spaugstofan gerði grín að því að veturinn kæmi íslendingum alltaf á óvart og svei mér þá ef hann gerir það ekki einnig þetta árið!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég skrapp á 3ja tíma foreldrafund í leikskólanum sl. fimmtudagskvöld og þegar ég kom út þá bara hviss búmm bang.....allt hvítt og allar göturnar þokkalega hálar.....hámarkshraðinn á Miklubrautinni var circa 30 sem bendir þó til þess að allir hafi verið varkárir enda áttu eflaust fáir von á þessu...ég meina það var 2.október!!!!!!!!!!!!!!

Ætla samt að drattast með bílinn fljótlega og setja nagladekkin undir....jebbs ég nota nagladekk á veturna, sama hvað hver segir!!!!!!!!!!!!!!!!!
Annars er mér slétt sama um snjóinn þegar veðrið er eins og það var í dag, logn og svakalega bjart, ótrúlega fallegt.....og norðurljósin í gær....váts maður minn....eitthvað það magnaðasta sem maður sér!!!!!!!!!!!!

Vona annars að við þurfum ekki að líða fyrir það góða sumar sem við áttum með köldum og hörðum vetri...meika það ekki, að ég tali nú ekki um kreppuna og yfirvofandi gjaldþrot Íslands...nenni ómögulega að blogga um það!!!!!!!!!!!!!!!