sunnudagur, september 14, 2008

Nýjasta nýtt...

...er að börn sem komast ekki inn í frístundaheimilini fari til dagmæðra!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hvur skrambinn er þetta???? Það fæst ekki fólk til starfa hjá ÍTR til að starfa með börnum í frístundaheimilum og pottþétt er það vegna launanna....og því spyr ég...er til peningur til að borga dagmæðrum fyrir að passa börnin okkar??? Núna þegar dagmæður hafa minna að gera????
Gréta er ekki enn komin inn í frístundaheimilið vegna þess að það vantar enn starfsfólk en glætan að ég fari að senda hana til dagmömmu til að "geta tekið þátt í að aðstoða við yngri börnin og fá að upplifa venjulegt heimilishald eftir skóla" eins og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir orðar það í 24 stundum á föstudaginn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég bara á ekki til eitt aukatekið orð...ætlar hún að borga barninu mínu fyrir að aðstoða dagmæður??? Eða ég hætti að vinna kl.14 og hún borgar mér laun milli kl.14-16 og þá fær barnið mitt meiri tíma með mér og upplifir OKKAR venjulega heimilishald.
Er það venjulegt heimilishald að fara 8 ára gömul til dagmömmu með öðrum 6, 7, 8, 9 ára gömlum krökkum og vera þar innan um 4-5 ungabörn??????????

Hvenær ætlar þetta fólk í Menntamálaráðuneytinu og í sveitastjórnunum að opna augun fyrir því að það sem þarf eru BARA betri laun í þessum geira og þá er mannekla úr sögunni og hægt að gera meiri kröfur um hæfara starfsfólk.
Það eru ótrúlega margir sem vilja vinna þessi störf en geta það ekki vegna launanna!!!!

Ég er líka farin að efast um að menntun borgi sig yfirhöfuð...að taka námslán og búa í leiguhúsnæði í mörg ár á meðan maður menntar sig og fá svo skítalaun, líkt og ljósmæður. Ég ætla rétt að vona að þær hafi staðið rétt að öllum uppsögnum og Árni Matt drattist frá embætti sínu með skottið á milli lappanna eins og svo margir aðrir þarna í pólítíkinni ættu að gera!!!

Svei attann segi ég bara!!!!!!!!!!!!!!!!!

laugardagur, september 06, 2008

Update

Úffffff....maður getur gjörsamlega orðið háður Facebook sem er svo sem allt í lagi á meðan maður er í sumarfríi en EKKI þegar maður er byrjaður að vinna og í skólanum!!!

Bloggið hefur svolítið setið á hakanum og ég er enn að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta þessu eður ei.....eru ekki allir hættir að lesa bloggsíður eftir að Facebook kom????


Anyways......hér er smá update síðan í síðasta bloggi!!!

  • Kaupmannahöfn var frábær, ofsalega gott veður og alltaf allt fullt af lífi
  • Íbúðin sem við vorum í var frábær, vel staðsett og auðvelt að taka strætó hingað og þangað. http://atmyhome.dk/ mæli hiklaust með því að þið skoðið þetta ef þið eigið leið til Köben. Það eru íslendingar með þetta og þau eru alveg gasaleg viðkunnanleg og hjálpsöm.
  • Tívolíið stendur alltaf fyrir sínu!!! Tvennt ólíkt að fara djammferð með vinkonunum eða fjölskylduferð en báðar ferðirnar eftirminnilegar og skemmtilegar á sinn hátt!!
  • Mér varð ekki að ósk minni um að Gréta myndi ekki vilja fara í rússíbana og þannig tæki því það voru nánast einu tækin sem hún vildi fara í....aftur og aftur og aftur!!!!!!
  • Bakken er líka frábær staður, mikið gaman og skemmtiatriðin frekar fyndin. Þar fórum við í tré rússíbana sem er síðan 1932...jebbs.....mikið rétt...frekar gamall!!!!!Vatnsrússíbaninn þar var líka gasalega skemmtilegur...nema ég blotnaði svo mikið á rassinu og gekk um Bakken eins og ég væri pissublaut!!!!!!!!!!!!!
  • Fórum líka í annan rússíbana þar sem ég dó næstum úr hræðslu en Gréta skemmti sér konunglega þar til hún gerði sér grein fyrir að ég var skííííthrædd og spurði þá: mamma ertu að hlæja eða gráta? Í alvöru mamma???" og ég vildi ekki skemma fyrir henni og sagðist bara vera að hlæja!!!! Gréta og Óli fóru 2x aftur í þennan ég beið bara niðri og tók myndir á meðan!!!
  • Sigling frá Nyhavn er alltaf skemmtileg og maður sá Köben í öðru ljósi.
  • Fórum út að borða á Custom House http://www.customhouse.dk/uk/customhouse.html á ítalska staðnum Bacino http://www.customhouse.dk/uk/bacino.html sem var alveg hreint geggjaður!!!!
  • Strikið....úff....þar sem Gréta gekk bókstaflega á strikinu þegar við vorum þar!!!!
  • Guinnes safnið var mjög skemmtilegt en mér fannst Ripley´s believe it or not! skemmtilegra!!
  • Experimentarium safnið var stórfenglegt. Þar má koma við allt og prófa allt og það er hægt að eyða heilum degi þar!!! Mæli með því við alla sem fara til Köben, hvort sem þið eruð með börn eður ei!!!! Við sáum hvernig matur myglar, hvernig húðin okkar er, hvernig rúmið okkar er (rykmaurar, húðflögur og annað sem við sjáum ekki með berum augum), upplifðum jarðskjálfta, fellibyl, prófuðum að stýra flutningaskipi og margt margt fleira!!!
  • Svo er ótrúlega gaman að fara upp í Round Tower og sjá þannig yfir alla Köben!!
  • Sem sagt....frábær skemmtun allan tímann!!!!

  • Byrjaði svo að vinna 25.ágúst og Gréta byrjaði í skólanum. Hún er ekki enn komin inn í frístundaheimilið þar sem það hefur ekki enn tekist að manna það!!!
  • Skelltum okkur á Mamma Mia! Sing A Long og skemmtum okkur konunglega í góðum félagsskap
  • Mamma fór aftur til eyja eftir að hafa verið hér síðan um miðjan júní og það eru mikil viðbrigði, ég þarf að fara að elda sjálf aftur og svona!!!!!
  • Ég byrjaði aftur í Ítölskunni í HÍ og líst vel á önnina.....3 fög og verður eflaust bara gaman!!
  • Á morgun er það svo Sirkus Agora og svo bara ný vinnu-og skólavika!!!!

Góða helgi!!!!