Brandarar
Af því ég er hér í miðjum flutningum, að pakka á fullu og henda og flokka og ég veit ekki hvað og hvað og hef engan tíma til að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug ákvað ég að senda þessa brandara ekki áfram í tölvupósti heldur smella þeim hérna inn......þakka þeim sem fann upp COPY-PASTE ,alger snilli!!!!
Góða skemmtun!!
Prestur nokkur var í sumarfríi á Spáni. Á útimarkaði rakst hann á einkar vel gerðar styttur af guðspjallamönnunum fjórum. Hann keypti stytturnar og gaf kirkjunni sinni þegar hann kom heim. Þar var þeim komið fyrir á sérstöku borði. Á því var pappaskilti með áletruninni "Guðspjallamennirnir Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes". Skömmu síðar var brotist inn í kirkjuna og einni styttunni stolið. Ekki lét prestur það slá sig út af laginu. Hann bjó til nýtt skilti á borðið hjá styttunum sem eftir voru og stóð nú á því: "Vitringarnir þrír, Kaspar, Melkjör og Baltasar". Enn lét kirkjuþjófurinn til sín taka og stal styttu. Presti datt ekki í hug að játa sig sigraðan fyrir þessum misyndismanni og enda þótt styttunum hefði fækkað um helming skrifaði hann á skiltið við þær: "Postularnir Pétur og Páll". Þjófurinn var ekki síður staðfastur en klerkur og í þriðja skiptið fór hann inn í kirkjuna í leyfisleysi. Þá lét hann sér ekki nægja að stela öðrum postulanum heldur fékk hann útrás fyrir skemmdarfýsn sína á styttunni sem hann skildi eftir, braut m. a. af henni hausinn og hafði á brott með sér. En prestur dó ekki ráðalaus. Nú stóð á skiltinu á styttuborðinu: "Jóhannes skírari daginn eftir að hann var hálshöggvinn"
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Einn daginn fékk maðurinn minn skyndilega þá köllun að fara að sinna heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo stuttermabolinn sinn. Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann kallaði á mig "Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?" Það fer eftir því hvað stendur á bolnum" kallaði ég til baka. "Húsasmiðjan" gargaði hann...
Og svo segja þeir að ljóskur séu heimskar.....
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Flugvél flaug í gegnum talsvert óveður. Ókyrrðin var mikil og ekki skánaði ástandið þegar eldingu laust niður í annan vænginn. Ein kona tapaði sér alveg. Hún stóð upp fremst í vélinni og öskraði "Ég er of ung til að deyja!!". Síðan kallaði hún "ef ég á að deyja núna þá vil ég að síðustu mínútur mínar í þessu jarðlífi verði minnisverðar. Er einhver hér í flugvélinni sem getur látið mér líða eins og sannri konu?" Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Texas upp aftarlega í vélinni.Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig. Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. Hún tók andköf...Þá sagði hann..."Straujaðu þessa og færðu mér bjór"
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home