Einn klukkutími
Það er ótrúlegt hvað einn klukkutími skiptir oft miklu máli.
Ég er að vinna núna aðra hverja viku frá 8-16 og hina frá 9-17. Þar sem mér finnst ótrúlega gott að sofa þá var ég að spá í að tala við umsjónakennarann hennar Grétu og athuga hvort hún mætti ekki bara mæta kl.9 aðra hverja viku, þá gætum við sofið klukkutíma lengur!!!!!
En þetta er náttúrulega bara grín, ég er ekki svona sjúk...nema bara að hafa dottið þetta í hug!!!!!
Allt hefur þetta sína kosti og galla, mér finnst gott að fara með Grétu í skólann og geta svo farið heim og græjað mig, það gengur mun betur hjá mér milli kl. 8 og 9 en milli kl. 7 og 8, og mér finnst bara vera komið hádegi þegar ég mæti klukkan 9.
En gallinn er hins vegar sá að það er gasalega gott að vera búin að vinna kl.16 og þar liggur helsti munurinn, það er frekar mikill munur að koma heim kl. 16.20 en 17.30 þar sem það er líka talsverður munur á umferðinni.
Svo á maður eftir að fara að versla eða fara í ræktina eða kannski til tannsa eins og ég gerði í gær eftir vinnu og það tók mið 30 mín að komast úr vesturbænum í Hamraborgina!!!!!!!!
Þannig að það munar töluvert um klukkutíma en það fer eftir því hvaða klukkutími það er!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home