Upprifjun
Stelpan bara byrjuð að pakka...ekki seinna að vænna...flytjum líkast til á mánudag!!
Pökkunin gengur ekki alveg nógu hratt fyrir sig þar sem ég er alltaf að finna eitthvað gamalt dót og þarf að skoða það svona aðeins... þannig að það tefur!!
Var til dæmis að skoða möppur með teikningunum hennar Grétu en ég setti flestar teikningarnar hennar frá yngri árum í plast og svo í möppu. Það er svo gaman að fletta þessu núna og sjá þróunina, og líka frá því hún byrjaði að skrifa...maður minn!!!!
Ýmsar myndir poppa líka upp ásamt bæklingum og öðru. Las meira að segja yfir fæðingarskýrsluna mína, þ.e. síðan ég átti Grétu hehe...ekki síðan ég fæddist!!!! Ótrúlegt hvað þetta rifjast allt upp fyrir manni þegar maður les þetta..hehehe. Fletti í gegnum mína Dagbók barnsins og las það sem mamma hafði skrifað, hehehee..mikið svakalega var ég gott og fallegt barn!!
Las líka minningargreinar um Kristbjörgu mína, ömmu Boggu og Simba frænda svona af því ég var að fara yfir skúffuna þar sem ég geymi þetta. Jamm ég er gasalega skrýtin!!!
Það er ótrúlega gaman að því að líta aðeins yfir farinn veg, það hjálpar mér að sjá hver ég var hver ég er orðin og hver ég vil vera. Ég hef breyst að mörgu leyti síðastliðin ár og sumar breytingarnar kann ég vel við, annars sakna ég. En eins og maðurinn sagði You can´t have it all!!!!
Farin að pakka....ciao!!
2 Comments:
ég held nefnilega að þetta sé það sem tefur mann oft mest þegar maður er að pakka... maður dettur niður í "líta yfir farinn veg" gírinn þegar maður finnur dót... sem maður er kannski ekkert að skoða dags daglega en vill samt eiga...
Ég hef líka haft það fyrir vana að setja teikningarnar hjá minni stelpu í möppu... hef það bara einhvernveginn ekki í mér að henda þessum listaverkum. Hef bara áhyggjur af því að þetta fari að taka of mikið pláss :o)
Skrifa ummæli
<< Home