laugardagur, september 15, 2007

Flytja...enn og aftur!!!

Ég flutti hingað í Hraunteiginn fyrir 17 mánuðum síðan en bjóst við að vera hér bara í 1 ár. Þegar leigusamningurinn rann út stóð mér til boða að vera hér þar til 1.október og síðan annaðhvort kaupa íbúðina, þar sem það á að fara að selja hana, eða flytja eitthvað annað.
Okkur líður svakalega vel hér, staðsetningin er frábær, nágrannarnir meiriháttar, mikið af börnum í hverfinu og ótrúlega mikill og fallegur gróður hér. Stutt í skólann, ræktina, til Ingunnar, til pabba og þetta er bara ótrúlega þægilega miðsvæðis.

Að flytja er ekki kannski það skemmtilegasta sem maður gerir en þó er margt jákvætt við það. Meðal annars það að maður hefur tækifæri til að fara í gegnum draslið sem maður nær einhvern veginn alltaf að sanka að sér, maður kynnist ólíkum einstaklingum (nágrannar), maður lærir að meta það sem maður hefur, það sem maður hafði og hvað manni langar að hafa í framtíðinni.

Hver íbúð sem maður býr í hefur sína kosti og galla. Íbúðin sem ég er í er fín, ég myndi gjarnan vilja kaupa hana og sé marga skemmtilega möguleika en hún kostar of mikið fyrir mig auk þess sem hún þarfnast nokkurra endurbóta fyrr en seinna. Og þar sem ég er ekki til í að drepa mig á því að kaupa mér íbúð eins og fasteignaverð er í dag verð ég bara að halda áfram að leigja og reyna að safna!!!!!

Íbúðin sem ég er búin að fá hins vegar er nýtekin í gegn, með upphituðu gólfi, gaseldavél (sem hræðir mig þó nokkuð), tveimur svefnherbergjum svo ég get hætt að sofa í "stofunni", parket og flísar, stofa og borðstofa!!!!
Hinsvegar eru engar svalir þar sem hún er á jarðhæð og hún er ekki eins björt og þessi sem ég er í en allt hitt vegur á móti, you can´t have it all!!!!!
Nágrannarnir eru ekki heldur af verstu gerð þar sem pabbi gamli býr í íbúðinni fyrir ofan þá sem við erum að fara að flytja í!!!!!! Já ég er pabbastelpa...hahahaha....

En allavega....ég er himinlifandi yfir að vera komin með aðra íbúð...var farin að örvænta svolítið en nú er ég bara góð!!!
Svo....best að hætta þessu babli og skella sér í geymsluna að ná í kassa.....og fara að fara að pakka...eina ferðina enn!!!!!

4 Comments:

At 1:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Íris!
Gott að þú ert búin að fá góða íbúð,gangi þér vel að flytja. Passaðu þig bara á gaseldavélinni!
Hérna elda ég á gaseldavél og það vantar einhvern veginn alltaf öll hár á vinstri handlegginn á mér!!!
Ótrúlegur klaufi ég.
Kveðja
Anna Guðjóns

 
At 3:09 e.h., Blogger IrisD said...

Vóts....takk fyrir viðvörunina Anna mín...spurning um að fá sér eldvarnarteppi bara á vinstri handlegginn!!!!!

 
At 1:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með nýju íbúðina. Ég er orðin svolítið þreytt að þurfa alltaf að kaupa innflutningsgjafir handa þér :) (bara smá grín)
Mér líst rosalega vel á nýju íbúðina og ég er viss um að þér á eftir að líða vel þarna. Og núna er ennþá styttra heim til mín :)
Svo finnum við bara einhverja góða íbúð í framtíðinni á Rauðalæknum!!!
Kv. Ingunn

 
At 1:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Get ég pantað hjá þér einn svona jákvæðniskammt??? ´(fínt að flytja, þá getur maður tekið til í geymslunni)..hahahaha... Þú ert yndisleg... En já til hamingju með nýja pleisið. Ég vona að ykkur mæðgum eigi eftir að líða vel þar..

 

Skrifa ummæli

<< Home