þriðjudagur, júní 27, 2006

Hnykkur....

HUHUMM......ýmsar dylgjur hafa farið af stað í kjölfar "veikinda" minna...hehehe...og hér með staðfesti ég það að við Ingunn vorum EINAR með börnin og engin hamagangur á hóli...þannig að tak mitt er af öðrum ástæðum....hehehehe.....því miður :(

Fór til læknis í dag og get varla annað en brosað út í annað....þetta var ein vandræðalegasta og fyndnasta læknisferð. Hann byrjar auðvitað á að spyrja hvað hann geti gert fyrir mig og ég lýsi þessu fyrir honum og hann spyr hvort ég hafi verið hnykkt...öh..nei bara farið í venjulegt nudd svara ég og þá segir hann mér að setja hendurnar á höfuðið og krækja þeim saman. Hann fer fyrir aftan mig og byrjar að lyfta mér og "hnykkja" og ef þetta er hnykk þá er ég heilaskurðlæknir...huhumm!!! Þetta var ein fyndasta lífsreynsla sem ég hef lent í, þetta var eins og þegar 5 ára barn lyftir 3ja ára barni....og í framhaldi af þessu var ég látin leggjast og ég átti að segja þegar ég þoldi ekki meir...sem ég og gerði....síðan átti ég bara að staulast á fætur og teygja úr mér og hann var alveg steinhissa þegar ég sagði að ég fyndi nú bara meira til en áður en ég kom inn til hans!!!!!!!
Þá skrifaði hann bara upp á sterk bólgueyðandi lyf og mælti með frosnum gelpoka og svo myndi þetta bara lagast!!!!!!!!!!!! Og benti mér á að láta fjarlægja tvo fæðingarbletti af bakinu!!!

Merkilegt nokk...svo ég hringdi nú bara í alvöru hnykkjara og fæ vonandi tíma hjá honum fyrr en síðar og þá skal ég sko segja þeim sem ekki vita hvernig hnykk er í alvörunni!!!! Og ég verð illa svikin ef það er eitthvað í líkingu við þetta "hopp og hoss" sem ég upplifði í morgun!!

Semsagt....tognun í liðum neðst í baki og upp eftir bakinu....voltaren rapid, frosið gel í handklæði við bakið og hreyfa sig svolítið....uh..kannast við lyfið og gelið en hvað er þetta síðastnefnda eiginlega??????????

4 Comments:

At 3:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe;) thvilik reynsla.. var ad lesa gamla bloggid og sa ad thig langadi lika ad hoppa upp ur sofanum og oskra en lest thad ogert en svona frekar bilud i italiubuningnum minum, med itlaska fanann og svona hoppadi alveg brjalud upp ur sofanum med naestum ollum baenum minum;) verst ad ef ad Italia vinnur Ukrainu tha get eg ekki sed leikinn:( en heyrdu, eg kem med Tre metri sopra il cielo og Ho voglia di te sem eg vaer buin ad lofa ad kaupa f. thig:) faerd thaer eftir ca. viku:) og svo skrifa eg nu fyrir thig diskana mina og svona;) og hinar og thessar baekur;) thu verdur svo ad hjalpa mer ad halda itolskunni minni vid, tolum bara a itolsku thegar vid hittumst;) va bene????;) allora, ci vediamo e ci sentiamo:) salutami Greta:* un bacione:*

 
At 4:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Láttu þér batna mín kæra. Gott að mútta er komin í bæinn að hjálpa þér. Vonandi færðu alvöru hnykk hjá alvöru hnykkjara ;-0 Ertu nokkuð einn hjá sama heimilislækni og hérna í denn, þessi sem við vorum með líka???

 
At 7:09 e.h., Blogger IrisD said...

Svana...non vedo l´ora di rivederti e ascoltare la musica italiana che porti a casa...buon viaggio bella!!

Dóra Hanna...jú jú sami heimilislæknir nema hann er alltaf í leyfi...svo þessi er afleysingarlæknirinn hans....

 
At 9:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

...kannaðist við þessi leyfi, erfitt að vera á mörgum stöðum í einu ;-0
Láttu þér batna sem allra fyrst dúllan okkar. Viljum hitta hressu Írisi í júlí.

 

Skrifa ummæli

<< Home