miðvikudagur, júní 21, 2006

21.júní


17.júní 2000 var ég að skúra stofuna heima hjá mér með bumbuna út í loftið og fór svo með Óla bróður niðri í bæ. Við fundum okkur bílastæði við Seðlabankahúsið og fórum svo niður á bryggju til að sjá víkingaskipið Íslending fara úr höfn. Þegar við komum niður á bryggju hittum við frændfólk okkar og allir voru eitthvað upptrekktir og spurðu hvort við hefðum fundið jarðskjálftann...og við Óli litum bara á hvort annað og hristum hausinn og vissum ekkert um hvað liðið var að tala!!!
Ég var með gsm-símann...til öryggis þar sem ég átti að eiga 4 dögum síðar...og ég var bara með hann í töskunni og heyrði ekkert í honum og þegar ég var á heimleið sá ég bara mörg missed calls....mamma og pabbi, Þórir og fleiri...allir að athuga með ólétta konuna í jarðskjálftanum...ég kippti mér ekkert upp við þetta þar sem ég fann hann ekki en þegar ég svo sá myndirnar í fréttunum...og þá sérstaklega myndirnar frá Vestmannaeyjum, þá skildi ég allan æsinginn.

Ég var samt svolítið spæld að hafa ekki fundið fyrir jarðskjálftanum sjálf. En að kvöldi 20.júní og fram eftir miðnætti.....semsagt til 21.júní....lá ég uppi í sófa og var að horfa á Nátthrafna á Skjáeinum....alveg verkjalaus og grunlaus!!! Klukkan var minnir mig að verða 01.oo þegar allt byrjar að nötra og titra í Eskihlíðinni...seinni jarðskjáftinn fór ekki framhjá minni...ó nei!! Mamma og pabbi hringdu meira að segja og allir pínu spenntir eitthvað.

Um 2 leytið fer ég svo bara að sofa en vakna svo um 4.20 og er svona líka illt í maganum....ljósmóðirin sem ég hafði verið með var búin að vera í þessum bransa í milljón ár og hún var alltaf búin að segja að ég myndi eiga 21.júní því þá væru sumarsólstöður...ég var sett þennan dag..miðað við allt...sónar líka!!!
Jæja...mín byrjar að rölta um og svona...ætlaði varla að trúa því að þetta væri að gerast, bara á réttum tíma og svona. Við fórum upp á spítala um kl. 9 og svo tók við bara allskonar æfingar og svona...finna sér stellingar, fara í bað, rembast, prófa smá glaðloft og svona...mikið gaman.....eitthvað lét stelpan mín á sér standa og ljósmóðirin var alltaf að segja að hún sæi í dökkan loðinn kollinn og þá sagði ég henni bara að rífa barnið út á hárinu...hehehe...og svo þegar ljósmæðurnar voru orðnar tvær yfir mér (vegna vaktaskipta) og eitthvað að pískra lét ég í mér heyra og vildi fá að vita hvað þær væru að tala um...þær sögðust þá verða að fá hjálp ef stelpan færi ekki að koma og ég hélt nú ekki....og rembdist og kom stelpunni minni í heiminn kl 16.15. Falleg, heilbrigð, svarthærð stúlka, 16 merkur og 54 cm...mikið sem ég varð glöð og hamingjusöm. Hún var strax nefnd Gréta Dögg (eftir foreldrum sínum) og það var löngu ákveðið.

Gréta Dögg var og er yndislegt barn. Sem ungabarn þurfti lítið að hafa fyrir henni, hún var vær og góð, ekkert mál að taka brjóst og hætta á því...notaði aldrei snuð og var fljót að læra að sofa út á morgnana!!
Hún er svolítið sérstakur karakter, hún er ekki allra og hefur aldrei verið. Hún gerði mannamun á ungaaldri og gerir enn. Hún er frekar fullorðin enda kannski ekki von þar sem hún umgengst mikið af fullorðnu fólki. Hún er líka svolítill besservisser enda fylgir það þessum aldri. Hún er með skap og getur verið hrokafull þegar þannig liggur á henni. Hún er dálítið óörugg með sig...eins og hún sé hrædd við að gera mistök...(kannski með fullkomnunaráráttu eins og mamman??) Hún er mikill spaugari og veit ekkert skemmtilegra en að hrekkja og grínast í ákveðnum aðilum....hún er fljót að svara fyrir sig og á jafnan frábær tilsvör!!

Hún var bara 3ja ára þegar hún las fyrsta orðið, OSTUR, í Krónunni í Vestmanneyjum og síðan þá hefur hún haft óbilandi áhuga á stöfunum og nú kann hún þá alla..les og skrifar eins og herforingi, litla og stóra stafi og svo eru það tölustafirnir sem heilla núna. Hún les allt frá skemmtilegu smábarnabókunum til Páls Vilhjálmssonar og fer létt með það.

Gréta hefur gætt líf mitt svo mikilli gleði og ég nýt þess að vera mamma hennar, hún er allt mitt líf og við erum miklar og nánar vinkonur. Að mínu mati er hún besta barn í heimi og ég er heppnasta mamma í heimi!!!

Elsku MúsíKrúsí Gréta mín...til hamingju með 6 ára afmælið þitt!!! Ég elska þig milljón trilljón billjón silljón endalaust!!!

Þín mamma!

6 Comments:

At 6:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Íris okkar. Innilega til hamingju með litlu/stóru músina þína. Hún er algjört yndi og frábær stelpa, þú átt sko hrós fyrir gott uppeldi;-) Vonandi eigið þig góðan afmælisdag í faðmi ástvina. Hlökkum svo til að fá að knúsa ykkur eftir 24 daga eða svo...
Afmæliskveðjur frá DK,
Dóra Hanna og strákarnir

 
At 12:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég fékk nú bara tár í augun af að lesa þetta....prentaðu þessa færslu út og geymdu hana þangað til Gréta Dögg verður orðin fullorðin.
Innilega til hamingju með skvísuna !

 
At 4:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilegar hamingjuóskir með litlu músina þína. Þið eruð svo heppnar að eiga hvor aðra að.
Kv. Ingunn

 
At 10:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið Gréta Dögg- vá 6 ára -
Elsku Íris mín það er engin furða hvað hún Gréta Dögg er frábær, hún gæti ekki átt betri mömmu og þar sem mamma hennar er svo yndisleg manneskja gat hún aldrei orðið annað en yndisleg sjálf..
Til hamingju með daginn mæðgur..
kv. Sara G.

 
At 3:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Íris Dögg þú ert svakalega skemmtilegur penni... Þetta var yndisleg færsla og ég sá þetta allt saman ljóslifandi fyrir mér..:) Innilega til hamingju með duglegur stelpuna þína.. Sú á eftir að brillera í skólanum bara farin að lesa og skrifa...:) Já enn og aftur til lukku með dömuna... kv. Ragna Jenný...

 
At 11:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með Grétu þína :)

 

Skrifa ummæli

<< Home