mánudagur, júní 26, 2006

Tak í bak

Jæja...það var þá aldrei að maður brygði sér af bæ...við Ingunn brugðum okkur á Arnarstapa í bústað með börnin um helgina og höfðum það virkilega gott...þrátt fyrir að veðurspáin væri eitthvað út úr kú....og svo þegar maður kemur heim þá er maður bara lurkum laminn....er með svona líka hrikalegt tak í bakinu að ég gat varla hreyft mig í gær....var samt búin að lofa Grétu að fara í sund og loforð er loforð svo sundferðin stóðst og þegar við vorum á leiðinni heim hélt ég að mér væri allri lokið...bakið bara fast og ég bogin eins og kroppinbakur. Skil ekkert í þessu þar sem við fórum ekki í fjallgöngu, engin átök og ekkert þannig...kannski er þetta hreyfingarleysi....eða legusár???

Íbúfen, upp í rúm, fundin góð stelling, pantaður tími hjá lækni.....,jamm...allt þetta og mamma á leiðinni frá eyjum til að hugsa um stelpuna...og barnabarnið....alveg róleg....er ekki alveg rúmföst en nokkuð mikið bogin og kvalin í bakinu.....læknir á morgun....fróðlegt að heyra hvað hann segir!!

Ekki nóg með þetta....Ingunn með hausverk og flökt fyrir augunum eftir ferðina...hvað er málið?? Er maður orðið svona mikið borgarbarn að maður þolir ekki heilnæma jöklaloftið? Eða er þetta aldurinn...ja er von að maður spyrji!!!!

En hvað um það....vonaði að takið myndi losna þegar dómarinn dæmdi ítölum vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Ástralíu í dag og Totti þrumaði boltanum af öryggi í netið...mikið sem mig langaði að stökkva á fætur...en lét það ógert...vil fara að komast í vinnuna og gera eitthvað af viti...við mæðgur auðvitað í Ítalíu-outfittinu, með derhúfu og svitaband og Gréta með ítalska fánann málaðann á kinnarnar....Forza Italia og tak úr baki takk!!!!

4 Comments:

At 6:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh hva varstu að hreyfa þig og fá tak í bak... mér leiðist í vinnunni þegar þú ert ekki þar. Viltu læknast fljótt og koma í vinnu, takk fyrir. Ástar-bata og saknaðarkveðjur.
P.s er ekki Gréta að fíla það að stjana svolítið við mömmu sína?
xxxxx Herdís.

 
At 9:53 e.h., Blogger IrisD said...

Já elsku Herdís mín....sakna þín mikið líka...myndi miklu frekar vilja vera þarna hjá ykkur en hanga hér eins og eitthvað fatlafól...Ó jú...Gréta er alveg að fíla það að stjana við gömlu bognu kjellinguna :)

 
At 2:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

heheheh uss uss ekki segja að við séum orðnar gamalar :)
Kv. Ingunn

 
At 3:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við erum bara farin að pæla í því hvað í ósköpum gekk eiginlega á þarna í þessum bústað voru þið örugglega bara einar á ferð????? er annars eitthvað hægt að gera fyrir þig kella mín? H.

 

Skrifa ummæli

<< Home