mánudagur, júní 12, 2006

Boltinn...

...byrjaði sko að rúlla fyrir alvöru hjá mér í dag....sko í HM...við Gréta fórum í Ítalíu-bolina okkar, ég setti á mig nýju Ítalíu derhúfuna mína og Gréta fór meira að segja með Ítalíu úlnliðssvitabandið mitt í leikskólann....og svo fórum við til afa og Ingu í mat og horfðum á leikinn. Ítalía-Ghana fyrir ykkur sem fylgist ekkert með boltanum og Ítalía vann 2-0. Ég hafði reyndar spáð 3-1 og hefði ekkert verið sorgmædd þótt Ghana hefði skorað eitt mark, þeir voru sprækari en maður átti von á, verð ég að segja. Mér fannst líka ítalir spila skemmtilegan bolta, sækja mikið og ekki liggja bara á sínu svo þetta var bara þrælfjörugur leikur...og auðvitað ekkert leiðinlegt að horfa á rennandi sveitta heita ítali...ó sei sei nei!!!

Gaman að fylgjast með ítölsku fjölmiðlunum í kjölfarið, þeir eru svooooo miklir ættjarðarsinnar og hrikalega gaman að skoða myndirnar hér http://www.corriere.it/Speciali/Extra/2006/Germania2006/

Annars eru nú ekki fallegar fréttir úr fótboltaheiminum á Ítalíu..Juventus í svaka rannsókn þar sem þeir eru grunaðir um að hafa haft rangt við með mútum (hvað eru nokkur stykki Fiat milli framkvæmdastjóra Juve og framkvæmdastjóra ítalska knattspyrnusambandsins!!). Þar sem ég lá á sundlaugarbakkanum á Mallorca las ég ítalskt slúður og þar las ég grein um þetta mál...og þar kemur einmitt fram að grunur leikur á að Juve, Milan, Fiorentina og Lazio hafi öll haft rangt við í leikjum sínum, dómarar hafi verið þeim of hliðhollir og nokkur dómarapör hafi hreinlega hjálpað þessum stórliðum að vinna stóra titla....hvað segir þetta um fótboltann?? Að það eru peningarnir sem skipta mestu máli....græðgin er að fara með þetta fólk...enda sjá hvað þessir kappar eru með í laun og peningarnir sem fara í að kaupa menn til að elta tuðru út um allan völl...hvað er það??
Og á Ítalíu voru leikmenn eins og landsliðsmarkmaðurinn þeirra, Buffon, og fleiri leikmenn að veðja um úrslit leikja og að leggja allt að hálfa milljón evra undir....svo maður spyr sig...vita leikmenn af því fyrirfram að þeir koma til með að vinna leikinn?? Kallar maður það að vinna fyrir laununum sínum?? Ef þetta eyðileggur ekki fyrir fótboltanum þá veit ég ekki hvað það er...það er bara gaman að bullunum miðað við þetta!!!

Ef liðin verða fundin sek fyrir þetta verðum þeim gert að fara í serie C1 sem er bara glatað og þá held ég að fari að halla undan fæti í ítalska boltanum....huhumm!!

Það sem mér fannst áhugavert í greininni var umræðan um hversu sárt þetta er fyrir stuðningsmenn liðanna, það eru þeir sem gera leikinn að því sem hann er, án þeirra væri lítið gaman að æða út á völlinn og spila, ef enginn væri að hvetja. Í greininni segir að " nú velta milljónir stuðningsmanna því fyrir sér með gremju og sorg hvort liðið sem þeir styðja af öllu hjarta hafi í raun og veru unnið titilinn á drengilegan hátt eður ei. Og aðrir stuðningsmenn hugsa með hryllingi til þess að þeirra lið hafi ekki unnið neinn stóran titil eða sé jafnvel komið í Serie B vegna ódrengilegrar framkomu ýmissa aðila".

Mínir vinir á Ítalíu segja alla vega að þeim þyki nóg komið og það sé ekkert gaman að fylgjast með boltanum lengur, þetta snúist allt um peninga og ekki lengur um þá ástríðu að spila...og ítalir eru mjööööög ástríðufullir!!!

En FORZA ITALIA segi ég nú bara og vona að mínir menn, Totti stuttklippti, og Del Piero snoðaði taki riðilinn með stæl og sjáum svo til hvað setur....

Tek á móti hamingjuóskum í commentum...líka af því ÍBV vann KR 2-0 í eyjum...verður gaman að sjá hvað Teitur segir í blöðunum á morgun, nóg vældi hann í dag...gleði gleði...eintóm gleði í boltanum í dag!!!

1 Comments:

At 9:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eg segja thad sama! thad er ekki eins gaman ad fylgjast med boltanum herna nuna eins og adur en thetta kom allt upp.. alltaf verid ad paela i thvi hvort Juve, Milan, Inter... hafi unnid alla leikina a svindli o.frv.
En eg var a Bibione i solbadi ad horfa a Italia-Ghana sem var alveg aegitis leikur nema Lippi setti Totti og Toni, leikmenn Roma saman i byrjunarlidid og sendi Del Piero vaffanculo og setti hann inn a thegar thad voru 5 minutur eftir! annad sem er enn verdi ad tala um herna... og politikin sem eg skil hvorki upp ne nidur i!! annars tha er eg her Bibione i solbadi og verd her til 2? juni:) alveg aedislegt! AETLA sko ad verda sma brun adur en eg kem heim i rigninguna!;) eg kem nu strax i heimsokn thegar eg kem heima;) thu hjalpar mer ad halda itolskunni vid:P ok? hihi.. 10000 kossar og knus fra Italiu:* sjumst eftir ca. 20 daga:) Svana

 

Skrifa ummæli

<< Home