mánudagur, júní 12, 2006

Mamma og Pabbi

Ég furða mig stundum á því af hverju mamma og pabbi eru gift!!

Ég meina það...mamma er búin að vera með mér, Grétu og Óla á Mallorca í 2 vikur og hafði bæði gott og gaman af því (vona ég) en pabbi getur ekki hugsað sér að fara svona á sólarströnd...hann vill frekar fara til Grænlands, Færeyja eða bara yfir Sprengisand í staðinn....það er svo sem ekkert að því, hann hefur Svan bróður sinn til að fara með sér í þannig ferðir og mamma hefur okkur til að liggja í sólbaði með.

En það er líka margt annað, mamma er mikil páska-og jólaskreytingakona og það sem hún á af skrauti....je minn eini...hún spilar jólatónlist og skrifar jólakort og svona en pabbi fær alltaf skrýtna flensu fyrir jólin, hann þolir illa allt þetta umstang og hefur lítið sem ekkert gaman af þessu (nema kannski eftir að Gréta fæddist).

Eins er það með fermingarveislur og þess háttar, mamma fer í þetta með glöðu geði en pabbi lætur ekki sjá sig í þeim...við rétt komum honum í okkar fermingar og ekki með svo góðu..hann dauðöfundaði Bjarna frænda (sem var þá 5 ára minnir mig) í minni fermingu því hann sofnaði í kirkjunni, fór úr sparifötunum um leið og hann kom heim og fékk samloku í veislunni!!!

Það sem er kannski samt fyndnast við þetta er að mamma er enn að reyna að kenna gömlum hundi að sitja, eftir 30 ára hjónaband...er hún enn að reyna að fá hann í veislur og boð og þess háttar, vitandi það að honum þykir ekkert leiðinlegra...og það sem er best við þetta er að hún pirrar sig ennþá á því þegar hann segist ekki fara fet....og ég spyr mig sífellt hvort hún haldi virkilega að hann breytist úr þessu?????

Þegar við komum að utan var pabbi í vinnu og við fórum fyrst með töskurnar hennar mömmu heim til hans og hún byrjaði að "tauta" um að vonandi hafi pabbi farið í klippingu á meðan við vorum ekki heima...hehehe....og svo segist hún alltaf ætla að LÁTA hann gera hitt og þetta...það getur alveg drepið mig...."ég ætla sko að láta hann pabba þinn fara og kaupa sér gallabuxur", "ég ætla sko að láta hann pabba þinn fara í Krónuna og kaupa sér..."

Sem betur fer erum við ólík öllsömul...en stundum finnst mér svo fyndið hvað mamma og pabbi eru ólík, þau eru samt sem áður bæði svolítið sérstök og ætli það sé ekki þess vegna sem þau umbera hvort annað...hehehe..og kannski ennþá frekar núna þar sem þau eru í fjarbúð og hittast sjaldnar...pabbi fer heim um helgar og gerir það sem mamma "lætur" hann gera.

Samt sem áður og þrátt fyrir það eru þau mamma mín og pabbi og ég kann ágætlega við þau :)

Ég fór á fyrirlestur í vetur þar sem talað var um að þótt reynt væri að hafa jafnræði á heimilinu þá væri það alltaf annar aðilinn sem réði aðeins meira og dæmið sem hann tók var frekar fyndið...hann þóttist vera að finna stað á vegg fyrir málverk sem var nýbúið að kaupa á heimilið og hann stóð við vegginn og þóttist vera að finna málverkinu stað og spurði svo hvort við héldum að það væri maðurinn eða konan sem héldi á málverkinu og hvort það væri maðurinn eða konan sem stæði svolítið frá og skipaði hinum að hækka/lækka, fara aðeins ofar/neðar, meira til vinstri/hægri....hvað haldið þið???

4 Comments:

At 8:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jiiii hvað þetta var hrikalega skemmtilegur pistill..:) Ég sá mömmu mína og pabba alveg fyrir mér... Ætli fólk gefist nokkurn tímann upp á því að reyna að fá hinn aðilann í hjónabandinu til að gera eitthvað!!! :) Ég skellti upp úr þegar ég las um hvað pabbi þinn hafði öfundað þennan 5 ára..:) Sá pabba þinn í anda steinsofandi í kirkjunni og síðan í þægilegu fötunum sínum í veislunni gæðandi sér á samloku... hahahahhaha...... Ég giska á að það hafi verið karlinn sem hélt við málverkið...:) Byggi þessa ályktun af eigin reynslu...hehehe...

 
At 4:53 e.h., Blogger IrisD said...

Takk takk Ragna Jenný..jú jú alveg rétt hjá þér, það var karlinn sem hélt á málverkinu :)

 
At 10:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe alveg sammála þér um þetta mömmu og pabba dæmi... Þau eru engum lík og þá sérstaklega ekki hvort öðru hehehe ;)

 
At 9:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

HEHEHEHEHE:) eitthvad kannast eg vid thetta.. er samt verst thegar thau systkinin hittast oll, tha er best ad vera ekki nalaegt, haha:)

 

Skrifa ummæli

<< Home