Námskeiðsdagur
Í maí var námskeiðsdagur hjá okkur í vinnunni og voru þetta þrír vinnustaðir saman og því slatti af fólki sem ég þekki ekkert. Námskeiðið fjallaði um samstarf, starfsanda og fleira í þeim dúr.
Mér þótti þetta afar áhugavert frá byrjun og fyrirlesarinn hélt athygli minni allan tímann. Ég tel að á síðastliðnu ári hafi ég breyst töluvert innan í mér...andlega...þótt kannski aðrir geri sér ekki grein fyrir því og því finnst mér ég móttækilegri fyrir svona löguðu og tel mig vera að nýta mér þetta...ég tek til mín það sem ég tel líkt mér og líka það hvernig ég vil vera.
Fyrirlesarinn var alltaf að tala um að maður breytti sjálfum sér mjög lítið...ég er ekki alveg sammála því....því mér finnst ég hafa verið að taka stöðugum breytingum sl. ár. Ég hef verið að gera hluti sem ég hef aldrei gert áður og hluti sem ég hélt ég myndi aldrei gera.
En á námskeiðinu var fjallað um vinnupersónuleika, viðfangsefni þeirra og mismunandi hlutverk. Það er 8-9 mismunandi hlutverk á vinnustað og maður finnur sig í svona 2-3 af þeim (skv. þessum fyrirlestri). Hópurinn hefur þörf fyrir mismunandi hlutverk og jafnvægi í samsetningunni er mikilvægt. Alla vega.....mitt hlutverk var augljóst frá byrjun...og allmargir af mínum samstarfsmönnum litu til mín þegar fjallað var um þetta hlutverk.....það kallast FÍNPÚSSARI og það sem hann gerir er m.a
- Sér um erftirfylgni, er nákvæmur
- Áhersla á smáatriði og skyldur
- Fylgist með gæðum og frágangi
- Skipuleggur og gleymir engu
- Hrifinn af reglum og mynstri
En gallarnir eru
- Of mikið af smáatriðum og missir yfirsýn
- Hefur áhyggjur af lítilvægum atriðum
- Á það til að hafa of miklar áhyggjur!!!
Ok...og svo það sem er sagt um Fínpússarann er þetta:
Fínpússarinn nærist á áhættu sem leiðir til fullkomnunaráráttu og áherslu á smáatriði. Hann hefur stöðugar áhyggjur af öllu sem gæti farið úrskeiðis. Hann er hrifinn af reglum og ákveðnum mynstrum og athugar í sífellu hvort allt gangi vel og hvort verkefnum sé skilað á réttum tíma. Hann er mjög gagnrýninn, hefur náið eftirlit og fylgist með gæðum. Hans ytri sjálfsagi og ró eru villandi því hann drekkur í sig alla streituna sem fylgir starfinu, stundum á kostnað heilsunnar. Fínpússarinn getur haft niðurdrepandi áhrif á hópmeðlimi vegna stöðugs nöldurs!!!
Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir sem þekkja mig vel kannast við eitthvað af þessu í fari mínu....ég kannast nefnilega við heilmargt sjálf!!
Svo ég uppljóstri nú ýmsu um mína geðveiki þá þoli ég ekki þegar skúffur eru ekki alveg lokaðar, hlutir eru skakkir, bækur ekki jafnar í hillum..og svona mætti lengi telja!!!
Já...en ég tel það gott að vera meðvitaður um hvernig maður er og hvað maður er að gera sjálfum sér og öðrum!!
Námskeiðinu lauk svo með því að við áttum að vera 5 saman í hópi, af sama vinnustað og helst af sömu deild og svo áttum við að hrósa...og ég get svarið það...það sem það var ljúft en erfitt samt líka að hrósa og taka við hrósi....en ég uppgötvaði allavega hvað ég að frábæra samstarsfélaga og hvað það er skrýtið að vera með fólki 8-9 tíma á dag, 5 daga vikunnar og hafa svo engin samskipti við þetta fólk utan vinnunnar en bera samt sem áður svona sterkar og djúpar tilfinningar til þeirra.....það kom mér mest á óvart!!
2 Comments:
Fínpússarinn, frábær lýsing á honum, það eru þó nokkur atriði sem passa vel við þig Íris mín. Kannast við þetta frá því við vorum í Framhaldsskólanum í Eyjum og enn þann dag í dag. Þú gerir allt 100 og meira % en það, frábær mamma og stundar nám og vinnu súpervel mín kæra. En þú verður líka að læra að slaka á svo þú farir ekki yfir um að stressi og missir heilsuna fyrir aldur fram. Allt er gott í hófi...ég þarf nú kannski líka að læra það, hehe.
Æ nennir þú ekki að koma heim tíl mín og fínpússa allt!!!??? Ekki veitir af. :) Þú ert bara frábær og ekki gleyma því.
Ingunn
Skrifa ummæli
<< Home