föstudagur, júní 09, 2006

Heimkoma og HM

Jæja þá er sælan búin í bili....ferðin var ótrúlega vel heppnuð í alla staði og mikið er maður búinn að hafa það gott....ekki þurft að hafa fyrir neinu...borðað úti öll kvöld, búið um og þrifið alla daga...maður þurfti bara að hafa fyrir því að bera á sig sólarvörn, after-sun, ákveða í hvað maður ætlaði að fara og hvert átti að fara að borða...ótrúlega erfitt og maður bara á dagvinnutaxta á meðan...isssss....hehehehe....en nú er þessu lokið og maður kominn heim á klakann....Frón klikkaði ekki og tók á móti okkur með sunnan-sudda...Brrrrrr...alveg HREINT yndislegt.

En við skoðuðum nú smá á Mallorca, fórum 2x til Alcudia og skoðuðum annars vegar höfnina og hins vegar gamla bæinn. Svo fórum við til Palma og skoðuðum þar svolítið og skelltum okkur svo í Marineland sem er sædýragarður og sáum við þar höfrungasýningu og sæljón sýndu listir sínar og það var meiriháttar gaman. Svo fórum við líka með hópi íslendinga í Hydropark sem er rennibrautagarður og mín lét sig hafa það að fara eina bunu...hef aldrei treyst mér í það fyrr..hehehe.

En nú er sem sagt bara að halda áfram að taka upp úr kössum...það gerist víst ekki að sjálfu sér....koma myndum á veggina, finna sér gardínur, og halda áfram að reyna að koma sér fyrir...allt tekur þetta sinn tíma...en allt tekur þetta líka enda!!!
Það er bara gaman að koma sér fyrir og svona...fara yfir ALLT draslið sem maður hefur sankað að sér og sem fylgir því að eiga EITT barn....je minn fyrir þeim sem eiga fleiri!!!

Svo er það bara HM...finnst nú sorglegt að RUV skuli ekki vera með það....eins og mér finnst gaman að fylgjast með boltanum og öllu þessu í kringum þessa keppni þá hreinlega get ég ekki hugsað mér að borga 12.000 fyrir Sýn bara til að fylgjast með þessu :(
Svo ég sagði afa og Ingu að við mæðgur yrðum kannski eins og gráir kettir hjá þeim þennan mánuð...alla vega þegar Ítalía er að keppa og svo væri gaman að sjá leiki með Englendingum, Þjóðverjum og nokkrum öðrum.....þetta er bara gaman.

Forza Italia!!!!

1 Comments:

At 5:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábær ferð hjá ykkur og ekkert leiðinlegt að láta dekra aðeins við sig ;-)
Getum ekki beðið eftir að hitta ykkur og knúsa ykkur eftir rétt rúman mánuð!
Gangi þér vel í upppökkuninni, við hlökkum til að sjá nýja heimilið ykkar skvísur...en þangað til...

Koss og knús úr góða veðrinu í DK (eins gott svo maður þurfi ekki að hugsa til Spánar og langa alltof mikið þangað, hehe...vonum síðan bara að veðrið verið fínt á Íslandi og sérstaklega á þjóðaranum), Dóra Hanna og the boys

 

Skrifa ummæli

<< Home