Hversu vonlaus er ég???
Já...það er spurning???
Ég er að fara að vinna allan daginn á morgun og svo stendur kannski til að kíkja eitthvað út með vinnunni auk þess að vera boðin í afmæli annað kvöld og því vantaði mig að "losna" við Grétu mína....svo ég ákvað fyrr í vikunni að senda hana bara til Vestmannaeyja með afa sínum og varð enn ákveðnari þegar ég vissi að Diddi bróðir var líka að fara.
Svo kom smá krísa í gær þar sem Grétu var líka boðið í skírn hér í bænum og hana langaði allt í einu mikið að fara í hana og við mæðgur tvístigum hér í kapp við hvor aðra.
Ég spurði mig: á hún að fara??? Hún spurði: Á ég að fara?? Ég spurði mig: Á hún að fá að vera hjá ömmu og afa hér í bænum frá því í fyrramálið og þar til á sunnudaginn....eða á ég að sleppa því að fara út?? Á hún að ráða? Á ég að ráða? Hvað er til ráða?????????????????????
Svona er ég í hnotskurn....velti einföldum hlutum fram og til baka þar til þeir eru orðnir svo stórir og flóknir að ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga...og fæ bara magaverki og hausverk!!!
EN...mér til huggunar....tek ég yfirleitt skynsamar ákvarðanir :) eða er það réttlæting???
Þó varð það úr að hún (já einmitt 5 ára gamalt barnið varð sjálft að taka ákvörðun!!!) ákvað að skella sér til eyja, enda skynsöm ung stúlka...gerði sér grein fyrir að skírnin yrði stutt en hún gæti verið lengi hjá ömmu í Vestmannaeyjum. Svo hún fór héðan um kl 18 og mamman sat eftir með tár í augunum....ekki vön því að vera ein heima HEILA helgi...úff fékk hálfgert kvíðakast.....
Ó já...svona er ég nú illa haldin, einstæð móðir og í fullu starfi sem slík.....24 tíma á sólarhring allt árið um kring!!!!!!!
Nokkrir hafa sagt við mig að ég sé OF mikil mamma. Ég sendi Grétu alltof sjaldan til eyja, hún fer sárasjaldan í pössun...til marks um það var hún orðin 5 ára þegar hún gisti í fyrsta sinn hjá ömmu sinni og afa sem eiga heima hér í þarnæstu götu nánast!!! Og hún var að gista í fyrsta sinn hjá Óla bróður fyrir hálfum mánuði......huhumm
Við erum afar nánar og hún er mjög háð mér....sem gerir okkur stundum erfitt fyrir. Ég vil ekki senda hana neitt sem hún vill ekki fara og því sitjum við oftar en ekki uppi með hvor aðra. Ég nýt þess að eiga hana og umgangast og tel að enginn sé jafnhæfur til að gæta hennar og ÉG :)
Því varð mér hugsað til þess um daginn að þegar ég var í FÍV og líka þegar ég var nýflutt í bæinn og átti hana ekki hafði ég alltaf mjög gaman af því að fara út á lífið og hlusta á góða tónlist, skoða mannlífið og þannig en eftir að ég átti hana hef ég verið 95% mamma og ekki sinnt kannski mínum "þörfum" nægilega. Fékk...já ok... og fæ samsviskubit yfir því að setja hana í pössun til þess að fara út að "djamma"!!!!! Sumir segja að þetta sé nostagíja....og ég segi að ég sé orðin of gömul fyrir svona hugsunarhátt?????
Hvað segir það um mig?? Ég held að hluti af mér hafi horfið þegar hún fæddist, svo ákveðin var ég og er að verða góð mamma. En kannski er þetta einum of?? Eða hvað??
Er eðlilegt að vera með samviskubit yfir því að hafa skroppið út á lífið??
Ein frábær vinkona mín sem er ein með tvö börn hefur notað pabbahelgarnar til að sletta úr klaufunum, eins og ég gerði í "denn" og ekkert alltaf í glasi :) bara að skoða mannlífið...við ræddum þetta um daginn og hún sagðist sko ekki nenna að hanga heima um helgar þegar hún væri barnlaus og því eins gott að nota tímann, fara út, kynnast fullt af frábæru fólki og njóta lífsins!!!
En ekki hvað????
Flækju-mamman kveður í bili...er farin út á lífið :)
4 Comments:
Æi þekki þetta alltof vel að vilja ekki skilja við börnin sín og maður þekkir þau auðvitað best af öllum. Er þar af leiðandi með þeim hæfustu til að sjá um sín börn...ætla ég rétt að vona. En það er samt til frábært fólk sem elskar börnin okkar og er alveg með meirapróf á barnauppeldi...það getur alveg leyst mann af og til af ;-)
Við og þau höfum gott af því að hitta annað fólk og mömmur þurfa sérstaklega mikið á því að halda að hugsa vel um sig.
Ekkert samviskubit...ímyndaðu þér hve gaman þið hafið það báðar en á sitt hvorum staðnum.
Jæja þá er ritgerðin búin, hehe.
Góða skemmtun Íris mín!
Mér finnst bara lífið vera dóttir mín og ég er líklega í sama pakkanum og þú. Böll og skemmtanir blikna í samanburði við að hafa það notalegt heima með stelpunni sinni. Allir hafa þó gott af því að breyta til einstaka sinnum og líka stelpurnar okkar að losna smá við okkur eins og eina kvöldstund.
Æ þú ert svo mikil mús stóra "litla" sys:) Við megum nú líka aðeins eiga hana Grétu með þér og það var svoooooo gaman að hafa hana í Eyjum um helgina og við skemmtum okkur mjög vel saman. Hún Gréta Dögg er alger perla og þú ert alveg yndislega mamma og yndislegar mömmur leyfa börnunum sínum að vera aðeins "frjálsum" með fólki sem þykir mjög vænt um þau eins og í þessu tilviki með hana Grétu. Þið höfðuð held ég báðar mjög gott af þessu.
Lot of love
Kveðja
Diddi
Mér finnst þetta svo eðlilegt. Hrafnhildur Svala mín er orðin átta ára og hefur bara einu sinni fengið að fara til mömmu og pabba í eyjum. Hekla Sif er að verða sex núna og hefur aldrei fengið að fara. Mömmu finnst það frekar fúllt en ég er bara þannig að ég vil bara vera hjá stúlkunum mínum. Ég er líka þannig að þegar eitthvað stendur til er ég voða brött með það framan af en svo þegar að það kemur að því langar mig bara að vera heima hjá stúlkunum. Þetta er bara svona - þú ert alls ekker skrítin, það er svo stuttur tími sem að við höfum börnin hjá okkur og verður liðinn áður en við vitum af.En hvernig væri ef að við færum að hittast og gera eitthvað saman með stúlkurnar okkar?
Kv. Sara G.
Skrifa ummæli
<< Home