Aftur og nýbúin...
...mér finnst svo stutt síðan ég byrjaði að blogga en samt fer að verða komið ár....og mér finnst ótrúlega stutt síðan ég skrifaði um þá ákvörðun mína, Grétu og Óla bróður að skella okkur á sólarströnd og nú erum við enn og aftur búin að panta okkur ferð....og það sem meira er...mamma gamla fær að fljóta með!!!
Skelltum okkur á tveggja vikna ferð til Mallorca og ætlum að vera snemma í því þetta árið því við ætlum út 24.maí og komum heim 7.júní.
Svona lítur staðurinn út:
http://sumarferdir.is/template12.asp?PageID=147&HotelID=87
Ekki leiðinlegt...hótelið og það er bara flott....eflaust ekki eins flott og á Lanzarote...það var bara rugl...en flott engu að síður. Þetta á bara eftir að verða notalegt.....liggja við sundlugina, skella sér ofan í kalt vatnið og kæla sig í hitanum, fá sér geggjað gott að borða og svona....Ummmmm!!
Mig langar náttúrulega alltaf helst til Ítalíu þegar ég fer til útlanda en er að hugsa um að spara mér þá ferð þar til ég útskrifast.....annars vorum við Ingunn nú að rifja upp gamla tíma á Ítalíu og okkur dauðlangar til Rómar í haust...það er aldrei að vita nú þegar launahækkanir ófaglærðra sem og leikskólakennara aukast dag frá degi...hehehehehe......maður er í góðri stöðu beggja megin borðsins....híhíhí
En alla vega þá er kominn ferðahugur í mannskapinn og nú er bara að byrja að telja niður.....híhíhí
P.s. Gréta skemmti sér konunglega í Vestmannaeyjum og ætlaði ekki að vilja koma aftur heim....mamma sagði að hún hefði sagt að hún vildi vera í Vestmannaeyjum þar til í sumar!!!!! Mömmu-egóið í rúst.....heheheh...ég lifði það nú alveg af að vera án hennar heila helgi og hún greinilega líka....spurning um að gera þetta oftar????
6 Comments:
Já Íris við skellum okkur til Rómar, ekki spurning. Þetta var fín helgi... við verðum að gera meira af þessu. En læt vera að láta þig blanda fyrir mig næst ..... hmmmm þokkaleg vinkona.
Kv. Ingunn
Var geggjað á Lanzarote??? Við erum að spá í að fara þangað í sumar.. Mælir þú með einhverju góðu hóteli?? kv.ragnajenny
Flott hjá ykkur, vildi bara óska að mér væri einhverntímann boðið með:( heheheheheheheheh
Ó já Ragna Jenný...og Jórunn :) Lanzarote er sko staðurinn, pottþétt ef þið ætlið með börnin og hótelið sem við vorum á það er BARA rugl...
Princesa Yaiza...mæli 200%...bara GEGGJAÐ þar....þjónustan, kvöldskemmtanir hvert kvöld, alveg mergjað og allt bara eins og það á að vera í fríi....get einnig bent ykkur á frábæra veitingastaði....heheheh...
Kílíð á þetta...sjáið ekki eftir því!!!
Sumarkveðjur...Íris :)
Ó já Jórunn og ekkert smá stórir...lenti einmitt í því að fá einn þvílíkt stóran inn í herbergið og ekkert smá mál að drepa hann....frekar fyndin saga...en hitt bætir þetta allt upp...við vorum sko á jarðhæð..held að þeir sem hafi verið ofar hafi verið lausir við þetta :)
sammála Diddi, ekki hefur mér heldur verið boðið :( hehe en það þýðir náttlega bara að það er ekki eins gaman hjá þeim eins og ef við stuðboltarnir værum mem ;)
Skrifa ummæli
<< Home