mánudagur, janúar 23, 2006

Girnilegt??

Skrapp með pabba í Kolaportið á laugardagsmorguninn þar sem hann var í matarleiðangri....ef mat skal kalla....kallinn kom heim með siginn fisk, hákarl og súran hval...takk fyrir kærlega!!! Svo þið getið ímyndað ykkur lyktina í ísskápnum mínum núna :(

Hákarlinn er ótrúlegt lostæti meðal margra í minni fjölskyldu og við fórum til afa um daginn og hann og pabbi átu upp úr nánast heilli dós af hákarli yfir einum hálfleik í enska boltanum!!

Diddi bróðir er líka sólginn í hákarl en Gréta hristir bara hausinn og hélt að afi hefði bara pissað á gólfið í eldhúsinu þar sem hann stóð og brytjaði hákarlinn og setti í krukku :) svo slæm fannst henni lyktin!!!
Hún vildi ekki einu sinni smakka en ég lét mig hafa það...og viti menn...hann var ekki svo slæmur...en ekki samt þannig að ég vilji endilega háma hann í mig!! Allt í lagi að taka einn og einn bita!!

Það er nú þorrablót í vinnunni í næstu viku og þá fær maður sér að smakka með krökkunum...fyrirmyndin þið vitið :) fæ mér í það minnsta sviðasultu, slátur, flatkökur og hangikjöt, að ógleymdum harðfiskinum (sem er nú bara orðinn hversdagsmatur hér...Böddabitinn frá Godthaab klikkar ekki...mæli með honum!!!)

Samstarfskona mín er einmitt í matvælafræðinámi og hún var einmitt að minna okkur á það um daginn að í eld-gamla daga þá var brauð svona "spari-matur" en harðfiskur var nánast daglegt brauð....í dag hefur þetta aldeilis snúist við þar sem kílóið af harðfiski kostar eitthvað um 4000 kr en brauð er hægt að fá frá 99 krónum!!!

Merkilegt...ekki satt????

4 Comments:

At 9:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nei veistu ég get ekki fyrir mitt litla líf komið hákarlinum niður enda er ég ekki mikil þorramanneskja og ekkert svakalega sár yfir því að missa af honum. Harðfiskur er hins vegar gull hér og tengdamamma kom með poka síðast þegar hún kom og hann er geymdur vel í frysti og tekinn upp spari. Útlendingum finnst þetta nú ekkert rosa girnilegt að sjá mann borða harðfisk, en hann er svoooooooooooo góður.

Kveðja Köben

 
At 1:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

MMMMmmmmm á Pabbi s.s. hákral heima hjá þér?? Hehe ég kem þá fljótlega í heimsókn!! Ég get einmitt ekki hægt að hakka hann í mig þegar ég kemst í hann;)
Kveðja
Diddi

 
At 10:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er mikið fyrir þorramat... finnst bara vanta að hann sé pakkaður í konfektkassa merkur Nóa-konfekt...mmmmm. Þetta er bara svo sorglega dýrt. Þrátt fyrir að ég sé sólgin í þetta og þá sérstaklega súrmatinn, súra slátrið og súru pungana þá get ég ekki borðað hákarl... bara ekki að ræða það þó ég vildi og hef oft reynt en nei.

 
At 7:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

MMMMM hákarl. Þetta er það besta sem ég fæ. Ég hakka hann í mig eins og snakk. Alexander ætlar að taka mig til fyrirmyndar í þessum efnum og við getum léttilega slátrað einni krukku á hálftíma. En Guðjón segir bara: "ojjj ógeðlegt" sem þýðir bara ógeðslegt. Versta er að maður verður svo hevíti andfúll af honum :)
Kv. Ingunn

 

Skrifa ummæli

<< Home