Það hlaut að koma að því...
...að veturinn kæmi!!!
Vaknaði í morgun, dreif mig á fætur, leit út um gluggann og hugsaði mig tvisvar um...ætti ég að skrópa í skólanum og fara aftur upp í eða vera voða jákvæð og skella mér í flísbuxurnar og gönguskóna og út í bíl???
Sko, ég hef ekkert á móti snjónum sem slíkum, gott að fá hann til að lýsa aðeins upp skammdegið..... EN.... mér finnst bara svo leiðinlegt í umferðinni í byl og ófærð...þótt það sé nú ekki mikið um ófærð hér í Reykjavík. Þá var það nú samt þannig að í morgun var pabbi búinn að skafa af bílnum mínum þegar ég kom út, en það tók mig svona 10 mínútur að komast úr stæðinu, ruggaði bílnum fram og tilbaka og svo þegar ég var að komast út á götuna...átti bara eitt "rugg" eftir kom jeppafjandi á blússandi ferð svo ég varð að bíða og það tók nokkur "rugg" í viðbót. Guð hvað ég þoli illa þetta jeppalið.....ja ókey...það eru kannski ekki allir þannig en alltof margir....
Þakkaði sjálfri mér fyrir það í morgun að hafa látið setja nagladekkin undir milli jóla og nýárs :)
Eftir að ég komst úr stæðinu var leiðin greiðari en sumir morgnar eru samt verri en aðrir, ég þurfti að taka bensín, keyra Grétu vestur í bæ í leikskólann og fara alla leið til baka í Kennó þar sem ég var í innilotu þessa vikuna. Þannig að ég var í heilar 45 mínútur í umferðinni, í færð sem mér þykir síður skemmtileg og kom of seint í skólann og allt :(
já já er í átaki sem kallast "DRULLAÐU ÞÉR FYRR Á LAPPIR MANNESKJA" en það bara gengur ekki nógu vel þar sem mér finnst svo gott að slaka á og glápa á imbann frameftir öllu, fara seint og síðar meir upp í og þurfa þá að lesa nokkrar blaðsíður sem oftar en ekki verða að nokkrum köflum.....er sem sagt búin með allar bækurnar sem ég minntist á um daginn...svo nú taka skólabækurnar við!!!
Eini ljósi punkturinn í morgun var hversu auðvelt það var að fá bílastæði við Kennó þar sem það voru fleiri en ég sem voru seint á ferð.....
1 Comments:
Hæ "sys" takk fyrir commentin þín, núna er bara að fá Óla bróðir til að blogga :) hehehe sjensinn!!! kem reglulega og fylgist með þarf að vera duglegri að commenta bara
kossar og knús frá Akureyri HB
Skrifa ummæli
<< Home