Stíflur
Já....stíflur eru mitt mál þessa dagana...sem er svo sem í lagi þar sem þær eru í rörunum en ekki í mér eða Grétu.....búin með það tímabil og það var erfitt!!!
En semsagt....snemma í haust stíflaðist vaskurinn inni á baði og ég ætlaði bara að skella One Shot...eða hvað sem stíflueyðirinn heitir en pabbi minn var ekki á sama máli, vildi að ég talaði við leigusalana mína (sem búa nú bara á efri hæðinni og eru hreint út sagt dásamlegt fólk) til að vita hvernig rörin og svona væru því pabbi lenti í því heima í eyjum að setja svona stíflueyði í baðið og rörin voru eiginlega ónýt og svo kom þetta eitur og eyðilagði þau endanlega svo það fór allt að leka...sem sagt allt í voða...þannig að ég skaust upp og minntist á þetta við þessar elskur. Það var eins og við manninn mælt, pípari kom daginn eftir og stíflan farin.
Nokkru seinna stíflaðist klósettið, og aftur þurfti ég að skjótast upp og tala við leigusalana mína og aftur var það ekkert mál, píparinn mætti og stíflan losuð.
Svo nú í desember féllust mér hendur þegar vatnið í eldhúsvaskinum var heilt kvöld að leka niður....ég trúði þessu varla, ekki var fjandans vaskurinn stíflaður???? Hvað er þetta?? Og í millitíðinni stíflaðist þvottavélin mín líka!!!!!!
Svo píparinn kom enn eina ferðina, fann ekki stífluna, sótti myndavél en fann stífluna ekki heldur svo það leit út fyrir að hér yrði bara að rífa gólfið í eldhúsinu upp.....þannig að í gær bárum við pabbi allt úr eldhúsinu/eldhússkápunum og nú er búið að rífa skápana undir vaskinum af og gera gat þí gólfið.....svo rotturnar eiga nánast greiða leið...vil helst ekki hugsa um það!!!!!!
Svo er bara að bíða og heyra frá þeim, hvort stíflan sé laus eður ei!!!
Ef ég á að líta á björtu hliðarnar þá segi ég að í þessum tilfellum er gott að vera leigjandi því ég ber engan kostnað af þessum viðgerðum....
1 Comments:
hæ pæ, það er aldeilis stífluvesen á þínum bæ. Ég varð nú að kvitta fyrir mig víst að ég komst á bloggið þitt. Gangi þér vel í skólanum. Kveðja María skólasystir
Skrifa ummæli
<< Home