Náttborðið...
...mitt er hlaðið af bókum....það er ekkert sem mér finnst betra í jólafríinu en að liggja uppi í rúmi/sófa, borða nammi og smákökur, drekka jólaöl og lesa!!! Þetta eru draumajólin...og þetta vita mamma mín og pabbi minn og þess vegna fæ ég alltaf bók og Kiwanis nammi frá þeim í jólagjöf...og ég elska það!!
Það varð engin breyting á þessi jólin og Vetrarborgin hans Arnalds fylgdi Kiwanis-namminu í ár, líkt og síðust hva....5 ár eða eitthvað. Ég hafði nú heyrt sittlítið af hverju um bókina en ég tek ekki mark á bókagagnrýni, vil bara lesa bækurnar sjálf og dæma svo. Mér fannst Vetrarborgin mjög góð, betri en Kleifarvatn sem mér fannst ekkert svo spes, ekki nógu spennandi en það fer ekki á milli mála að Bettý er lang lang lang besta bókin sem Arnaldur hefur skrifað.
EN alla vega...um leið og ég var búin í skólanum las ég Friðland eftir Lisu Marklund en hún er framhaldið af bókinni Hulduslóð. Fyrri bókin var mjög spennandi og áhugavert að lesa þá seinni en hún var svolítið langdregin á köflum og svolítið um endurtekningar. Samt sem áður er þetta mögnuð lesning og ótrúleg vegna þess að þetta er sönn saga.
Pabbi valdi svo bókin Heppin handa mér. Það er einnig sönn saga og er höfundurinn að segja frá því þegar henni var nauðgað í undirgöngum....ótrúlega mögnuð saga. Sú bók er eftir sama höfund og bókin Svo fögur bein, sem er ein stórkostlegasta bók sem ég hef lesið (ásamt bókum paolo Coelho, og þá sérstaklega Alkemistinn).
Nú...svo fékk ég bókin Myndin af pabba frá Bjarna frænda og Bjartey og ég er að hugsa um að ráðast á hana núna......eða Villibirta eftir Lisu Marklund....
Ætla að klára aðra hvora um helgina þar sem skólinn byrjar aftur á mánudaginn...þá verður almennum bókalestri frestað þar til um páska!!!
4 Comments:
Sæl Íris sá að þú kastaðir kveðju í gestabókina gaman að því hehe var að leita eftir gestabók hjá þér en fann hana ekki svo ég ákvað að skella smá línu til þín og segja Hæ jæja heyri í þér later bæbæ Sigurbára kjaftur
Sælar mæðgur...rétt kíkti í tölvu, ekki verið mikið um það í fríinu.
Vildi bara óska ykkur gleðilegs nýs árs. Hafið það sem allra best,
koss og knús, Dóra Hanna og co.
Ég er alveg sammála, mér finnst ekkert betra en að fá bækur í jólagjöf og fékk ég einmitt 2 núna. Ég var einmitt að byrja að lesa bækurnar hans Arnalds og hann er bara mjög fínn. Er með núna 3 bækur sem bíða eftir að verða lesnar þannig að það er eins gott að koma sér í það áður en skólinn byrjar.
Gaman að fá svona bókagagnrýni í "beinni" :) Endilega segðu okkur svo hvernig næstu bækur verða en það er frábært að fá svona tips þegar maður velur sér bækur til lestrar.
Ég fékk 3 bækur í jólagjöf; Veronica ákveður að deyja, Flugdrekahlauparann og Skuggi vindsins - allt bækur sem mig langði óhemju mikið í þannig að ég er spennt að byrja :)
En gleðilegt ár til þín og Grétu Daggar, vonandi eigið þið gott ár í vændum. Kv. Beta
Skrifa ummæli
<< Home