þriðjudagur, janúar 10, 2006

Bittersweet...

... er eiginlega orðið sem mér dettur í hug varðandi gærdaginn....það var fyrsti dagur í innilotu. 6.misseri (af 8) að hefjast og fyrsti skóladagurinn, gaman að hitta alla aftur og svona.
Þar sem við tókum prófin svo seint bjóst ég ekki við að einkunnirnar kæmu inn fyrr en í kringum 20.jan svo maður var pollrólegur...þar til fréttir bárust um að einkunn væri komin fyrir Málþroska og málörvun og það hefði orðið mikið um fall....og þegar betur var að gáð var það þannig að 19 náðu og 14 féllu....það er nú ótrúlega hátt hlutfall og fólk augljóslega ekki sátt við þetta. Eitthvað ekki að gera sig þarna!!! Þá kem ég aftur að því að við vorum að lesa efnið í ágúst og september og lítið sem ekkert að vinna úr því....svo kom bara 7 vikna pása frá okt-des þar sem við fórum í vettvangsnám og heilmikil vinna þar auk þess að skila myndmenntarmöppu...og svo komu bara próf og maður var að endurlesa efni síðan snemma um haustið....þetta kalla ég ekki gott skipulag!!!

Ég náði...sem betur fer...og það bara með stæl...miðað við allt....fékk 7,5. Ekki annað hægt en að vera sátt þar sem algengasta einkunninn var 6,0 og hæsta einkunn var 8,5. Svo maður er bara sáttur.....en eins og ég segi er þetta svona "bittersweet" þar sem margir af mínum félögum féllu og það er alltaf fúlt!!

En...tvær einkunnir komnar í hús......8,5 og 7,5 og mjög góð umsögn um verkefni...nú er bara að bíða og sjá hvað gerist í hinum tveimur......dadadadamm.....

3 Comments:

At 8:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með það og vel gert. Svilkona mín er einmitt í þessu námi og ég held að hún sé komin jafn langt og þú, það verður spennandi að heyra hvernig henni gekk.
Vonandi gekk þér vel í öllu saman við bara krossum putta.

Kveðja úr Köben

 
At 5:36 e.h., Blogger IrisD said...

Jamm hún Inga spræka er svilkona þín er ekki svo?? Helv..hress týpa :)
Takk fyrir kveðjuna og stuðninginn!!

 
At 8:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Júbb það er Inga , heyrði í henni í gær, það gekk ekki jafn vel og hjá þér. Og nú er hún náttúrulega orðin drullustressuð fyrir síðustu einkuninni.

 

Skrifa ummæli

<< Home