fimmtudagur, janúar 12, 2006

ÉG get, ÉG kann...

...ó já....smátt og smátt hef ég verið að komast að því að ég get og kann ýmislegt!!

Minn vandi hefur oft legið í því að hafa ekki næga trú á sjálfri mér og finnast ég ekki kunna þetta og hitt, hafa ekki vit á hinu og þessu og þar fram eftir götunum!!
Það er svolítið fyndið til þess að hugsa þar sem ég vinn við það dagsdaglega að efla og ýta undir sjálfstraust barna í minni umsjá sem og minnar eigin dóttur.

Ég lifði í nokkurn tíma við svokallað "lært hjálparleysi" þar sem ég treysti lítið sem ekkert á sjálfa mig og gerði varla nokkurn hlut sem ég taldi mig ekki geta/kunna, treysti sem sagt alltaf á aðra til að koma mér til hjálpar. Meðvitað og ómeðvitað kom ég ábyrgðinni yfir á aðra og var hlutlaus í mörgum tilfellum.

Mikil breyting hefur orðið á og ég hef svo sannarlega tekið mig á og orðið meðvituð um þetta hjá mér. Núna er ég sko óhrædd við að taka upp hamar og nagla og negla þar sem þess er þörf, ég skipti um perur í flóknum kúpli og skrúfa sundur og saman dót sem við mæðgur eigum....skipti um batterí, set upp ljós, jólaseríur og alles...hehehe...uppgötvaði þetta hjálparleysi og þessa framför hjá mér þegar ég var í heimsókn hjá vinkonu minni og dóttir hennar fékk hlut sem þurfti að hengja upp og vinkona mín sagði við dóttur sína að þær myndu biðja pabba að setja þetta upp þegar hann kæmi, og ég spurði að bragði hvort hún kynni ekki á hamar og nagla!!!!!

Ég hef nefnilega verið í endurskoðun með sjálfa mig undanfarið og veit að það er margt sem ég þarf að efla og þar á meðal sjálfstraustið...það tekur tíma en það kemur.
Mér finnst oft ekkert merkilegt það sem ég er að gera því það eru margir í minni stöðu og margir í verri stöðu en ég EN ég er samt farin að viðurkenna fyrir sjálfri mér að það er samt bara hörku púl að vera í 100 % vinnu, 75% námi, ætla að vera 100% mamma og 75% húsmóðir, auk þess að vera systir, dóttir og vinkona. Þetta er nú bara afar merkilegt og auðvitað á maður að vera stoltur af sjálfum sér þótt það séu margir aðrir í sömu stöðu!!!

Ég hef verið að framkvæma hina ýmsu hluti undanfarið sem ég gerði ekki áður og þótt þeir séu smávægilegir eru þeir margir hverjir stórsigrar fyrir mig.....þannig að ég eflist og styrkist með hverjum mánuði og tel það vera þroskamerki og tek því fagnandi...enda tími til kominn!!!

1 Comments:

At 5:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þarna þekki ég þig sys, þú ert nú alveg mögnuð. Stendur þig bara rosalega vel og ég er stoltur af þér;)

 

Skrifa ummæli

<< Home