mánudagur, janúar 02, 2006

2006

Gleðilegt nýtt ár elskurnar!!
Áramótin voru svona líka skemmtileg, maturinn hjá Siggu aldeilis MIKILL og sérlega góður og félagsskapurinn ekki af verri endanum...takk fyrir okkur elskan!!!
Veðrið var svo gott, brennan aldeilis fín sem og flugeldasýningin, áramótaskaupið ágætt og við mæðgur bara sáttar og sælar þegar við héldum heim á leið um klukkan 02.00.
Nýársdagur var notalegur, sofið frameftir og við hefðum eflaust ekki klætt okkur ef Andri Ísak væri ekki fæddur á þessum degi og því brunuðum við í Kópavoginn í 2ja ára afmælið hans og það er ekki að spyrja að veitingunum þar alltaf hreint....nammi namm....
Svo var framhald í dag þar sem afi minn, Óli Run, á afmæli í dag. Kallinn bara orðinn 74 ára og svona líka flottur á gervifætinum...ekki að spyrja að kraftinum í honum!! Verð bara að láta geggjaða sögu fylgja með.....Kristborg frænka mín býr í Svíþjóð og hún og hennar eðalmaður komu heim í sumar til að gifta sig og afi komst því miður ekki þar sem hann var á spítala út af fætinum (sem var svo tekinn 3 dögum eftir brúðkaupið ef ég man rétt)...og Anton sonur hennar er 4 ára og þegar þau voru komin aftur til Svíþjóðar þá fór hann að segja krökkunum á leikskólanum sínum að langafi hans á Íslandi væri sjóræningi og værui búinn að skera af sér annan fótinn. Og afi er nú alger húmoristi svo þegar hann heyrði af þessu fór hann og Inga í dótabúð og keyptu sjóræningjadót, lepp, krók og hatt. Afi setti þetta svo á sig, fletti buxunum upp og lét stubbinn lafa niður, og Inga tók mynd. Þetta sendi svo "afi sjóræningi" Antoni með jólakortinu......ég bíð enn eftir að heyra hver viðbrögðin voru.....en þetta kallar maður sko að hafa húmor fyrir sjálfum sér og því sem mætir manni í lífinu!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home