miðvikudagur, júní 29, 2005

Tapað-fundið!!!

Jah....þetta er svo sannarlega lítill heimur.....

...ég er með síðu á barnalandi fyrir hana Grétu mína, og í fyrrasumar fékk ég skilaboð þar frá stelpu sem var einn vetur með mér í skólanum á Hvanneyri og við lékum okkur mikið saman það árið. Síðan flutti hún og ég hef hvorki heyrt frá henni né af henni, hvað þá séð hana síðan þá...og ég er að tala um árið 1982....eða ´83...það er svo langt síðan... sjáiði til!! Hún hafði séð nafnið hennar Grétu á síðu hjá gamalli skólasystur sem er barnsmóðir frænda míns....flókið?? Lítill heimur!!!

Ekki nóg með það....því svo kom einn pabbinn að sækja son sinn í leikskólann og þá var það líka gamall hvanneyringur........og ég hafði ekki heldur séð hann í mörg ár.....tveimur vikum seinna fór ég í húsdýragarðinn og þar hitti ég æskuvinkonu mína, börnin hennar og mömmu....reyndar styttra síðan ég hafði hitt þær en skondin tilviljun samt sem áður!!!!

En þetta er ekki allt!!!!
Þegar ég var yngri átti ég fullt af pennavinum um allan heim....sumum þótti manni skemmtilegra að skrifa en öðrum, og ég eignaðist marga góða vini...en það er með þetta eins og allt annað...maður þarf að hafa tíma til að skrifa, svo þegar maður flytur og líf manns breytist og fyrr en varir hættir maður að skrifa. EN..... í fyrradag var ég að skoða KHI póstinn minn og þar var e-meil frá stelpu sem bjó þá á Ítalíu en býr núna í Vín og við vorum pennavinkonur í kringum 1993-94.
Einhverra hluta vegna slitnaði sambandið og við hættum að skrifast á....nema hvað...að hún var að leita að einhverju á Google....rambaði þar á nafn einhvers gamals vinar og ákvað í framhaldi af því að leita að öðrum gömlum vinum sem hún hafði ekki heyrt frá lengi....þannig að hún sló inn mitt nafn og fann mig þannig....og síðustu daga hafa e-meilin skotist á milli og 10 árum gerð skil í grófum dráttum........óvænt ánægja.....og allt fyrir tilstuðlan Internetsins!!!!!

Já svona er heimurinn nú lítill og minnkar í raun með tilkomu Internetsins!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home