Kvenna-þetta og kvenna-hitt
Einhversstaðar hef ég heyrt að konur séu konum verstar....ætli sé eitthvað til í því???
Ég veit ekki...ég veit það hreinlega ekki!!
Ég hef ekki mikið tekið þátt í svona "kvenna-dögum", hef til dæmis aldrei farið í Kvennahlaupið, né gert neitt þann 19.júní...en í dag varð breyting á!!!
Ég og Gréta fórum með rútu á Þingvelli til að fagna því að í dag eru 90 ár síðan konur fengu kosningarétt. Ég sá þetta auglýst í blöðunum í gær og hugsaði með mér að það gæti nú verið gaman að slá tvær flugur í einu höggi og fara á Þingvelli í góðu veðri og ekki skemmdi nú fyrir að það væru tónlistaratriði og einhver gleði líka.
Reyndar verð ég að játa að ég ætlaði nú varla að nenna þegar ég sá að það var rigning en dóttir mín, þessi elska, sá til þess að ég skellti bara pollagöllunum okkar, vettlingum, húfum og öðrum nauðsynjum í bakpoka og af stað!!!!
Ég er svo ánægð að hún skuli hafa "suðað" í mér að fara því það var virkilega gaman að taka þátt í þessum viðburði, konur á öllum aldri og þónokkrir karlmenn einnig, samankomin til að fagna og til að hvetja alla til umhugsunar og íhugunar á stöðu kvenna í dag....það er jú árið 2005 og enn eru konur að berjast t.d. við launagreiðindur og aðra um að fá sömu laun og karlar. Manni finnst að margt sem við erum þakklát fyrir ætti að vera samt svo sjálfsagður hlutur.
Persónulega upplifði ég margt sérstakt í göngunni niður Almannagjá, mér þykir mjög vænt um gömul íslensk ættjarðarlög og hef mikið dálæti á lögum eins og "Lands míns föður", "Ísland ögrum skorið" og "Eg vil elska mitt land", og þegar ég heyrði þau þarna í Almannagjá í dag, spiluð og sungin, íslenski fáninn flaksandi allsstaðar og ungar konur standandi hátt uppi á klettum, þá varð ég meyr og klökk og ég verð að játa að ég átti nokkuð erfitt með að halda aftur af tárunum...ég var stolt af því að vera kona, en aðallega þakklát fyrir að vera ÍSLENSK kona, ekki t.d. írönsk eða eitthvað þannig, ég er þakklát fyrir að njóta þeirra forréttinda að búa í landi þar sem ég má stunda nám, má stunda vinnu, má velja minn eigin maka, má eiga barn, má klæðast því sem ég vil...og svo mætti lengi telja.......þannig að þið sjáið að ég átti í mikilli tilfinningalegri flækju þarna í dag :)
Ég er ekki mikill femínisti í mér, hvað sem það svo er???
Ég þoli yfirhöfuð ekki kvennasamkomur, er ekki í saumaklúbbi, fer helst ekki á kvennakvöld (fór í fyrsta sinn á kvennakvöld í vetur og efast um að ég fari aftur), snyrtivörukynningar, tuppeware og þess háttar...mér leiðist þetta allt....umræður um uppskriftir, hannyrðir, og þess háttar fara næstum í taugarnar á mér.....kannski af því að ég vinn á kvennavinnustað og fæ nóg af þessu þar???
Hefði ég kannski ekki átt að vera strákur? Hver veit...kannski er það það sem bíður mín í næsta lífi....ég hef alla vega meira gaman af því að fylgjast með boltanum eða formúlunni en horfa á Opruh og Dr. Phil.....hvað svo sem það þýðir?????
5 Comments:
Gaman að þú skyldir skella þér á Þingvöll.. Hefði mjög gjarnan viljað komast.. Ég tel mig vera mikinn feminista en er þó eins og þú lítið fyrir kvennasamkomur eins og þær sem þú taldir upp.. Tel það ekki koma því neitt við hvort ég sé feministi eða ekki. Feministi er bara sá sem vill jafnrétti kynjanna.. Ekkert skammaryrði þar á ferð...kveðja. ragnajenny
Jæja kelling!Þú af öllum ættir nú að vita að að konur eru konum verstar, vinnandi á "konuvinnustað".Annars erum við líka voða góða við hvor aðra, er það ekki? Verð allavega að segja að maður er orðin mjög háður ykkur og skrítið að vera ekki í vinnunni röflandi í þér. Annars allt gott, fer að fara út en verð ekki með gsm svo að þú færð smsið bara núna. Salút!!!!!!!!!!Herdís síheppna!
Jæja Íris mín, kvenna þetta og kvenna hitt. Las viðtal við einhverja eldri konu í mogganum eða Fréttablaðinu og hún var ekki sátt við nútíma konur. Sagði þær vera hörmulegar til fara í buxum og þessu ljótu flíspeysum. Var ekki sátt við hve fáar konur löbbuðu niður Laugaveginn í pilsi og síðkápu.
Ég segi bara takk fyrir að konur gangi í buxum nú til dags því ég er ekki mikil pilsa- eða kjólamanneskja. Ég er einnig mjög hrifin af þessari snilldarhugmynd að flíspeysum í mörgum litum og stærðum.
Kveðja,
Dóra Hanna
Þetta er nú ekki baaara kvennavinnustaður... :)
hæ komin heim frá barce geggjað gaman alltaf sífull og eyddi allt of miklum pening.En við lifum aðeins einu sinni, vonandi gerir þú hið sama á ítaliu.Annars sjáumst við í kvöld á Duran maður. P.S Elvar, ekki svona bitur maður þú ert einn af okkur mesta kellllingin. sjáumst herdis!
Skrifa ummæli
<< Home