föstudagur, júní 17, 2005

Þakka þér!!!!

Ég nota svolítið oft þessa setningu...Þakka þér! og stundum segi ég nú "ég þakka nú bara fyrir á meðan þetta/ hitt er/ er ekki svona eða svona" (svolítið flókið en þið skiljið hvað ég á við??)

En alla vega....það sem ég vildi sagt hafa er það að maður á að taka sér tíma og þakka í alvöru fyrir það sem maður hefur, heilsu, fjölskyldu, vinnu, vini, mat, yndislegt land, gott og vont veður...það sem drepur mann ekki styrkir mann og eflir...það er á hreinu...það er einhver tilgangur með þessu öllu og stundum tekur það mann bara svolítinn tíma að átta sig á því hver tilgangurinn er.

Undanfarið hef ég verið að átta mig enn frekar á því hvað lífið hefur leikið við mig. Kannski líka í ljósi þess að tveir af mínum æskuvinum úr Vestmannaeyjum hafa misst mæður sínar núna á stuttum tíma. Mamma mín fékk krabbamein árið 1991 og þurfti að fara í aðgerð og geislameðferð og nota síðan hormónaplástur og núna gel...en hún er samt laus við þennan erkióvin og gott betur. Mamma mín var lánsöm og þar með ég og fjölskyldan okkar líka. Ég velti því stundum fyrir mér hvað veldur þessu, af hverju komst sumir í gegnum þetta en aðrir ekki??

Ég þakka alla vega fyrir að mamma mín skuli vera á lífi og nokkuð hraust um leið og ég sendi samúðarkveðjur til æskuvina minna, Laufeyjar og Kjartans á Múla.

1 Comments:

At 10:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð nú bara að segja að ég man þig ekki nota þetta orð !!!!

Kv, Þ

 

Skrifa ummæli

<< Home