sunnudagur, júní 12, 2005

Í fréttum er þetta helst....

...ég get svo svarið það að ég skemmti mér sjaldan eins vel og í kaffitímanum á morgnana þegar ég fletti Fréttablaðinu.....það er mun skárra heldur en þurfa að hlusta á sjónvarps-og útvarpsfréttirnar þar sem varla er fjallað um nokkuð annað en hversu margir létust í sprengjuárás Kallaballa í einhverju landi lengst úti í rassg......æææ....ég er bara hundleið á því að vakna á morgnana og það fyrsta sem maður heyrir ef maður opnar fyrir útvarpið eru svona líka hundleiðinlegar fréttir....ekki skrýtið þó helmingur mannkyns sé á gleðipillum!!!!

Hafiði t.d ekki tekið eftir því að þegar fjallað er um "súlustaði" í fréttunum í sjónvarpinu þá þurfa alltaf að fylgja myndir af hálfallsberum konum að nudda sér upp við súlu!!! Sem foreldri verð ég nú bara að hneykslast á þessu....mér persónulega finnst þetta óþarfi þar sem flest fullorðið fólk getur bara ímyndað sér það sem gerist þarna!!!

Ó nei þá kýs ég nú heldur að sleppa því að opna fyrir útvarpið/sjónvarpið og velja frekar hvaða fréttir ég kæri mig um að sjá.

Eins og til dæmis þessa sem ég fjallaði um hér fyrir nokkru....með manninn sem var tekinn með allt sælgætið!!!

Og svo var það maðurinn sem missti stjórn á skapi sínu þegar kona lagði fyrir innkeyrsluna hjá honum. Hann rauk út, sagði nokkur vel valin orð við konuna, tók hana síðan og skellti henni upp á vélarhlífina á bílnum og RASSSKELLTI hana!!!! Viljiði spá í þetta?? Og svo fannst honum bara skrýtið að þurfa að taka út refsingu fyrir þetta (sem mér finnst reyndar líka, mér finnst undarlegt að hann þurfi að sitja inni þegar menn sem fremja grófari brot en þetta, játa bara og ganga svo út...en það er önnur saga!!)

Eiga börnin frekar að deyja??

Ég á bara ekki eitt aukatekið orð yfir því að henni Lilju, sem sótti um að fá að ættleiða barn, hafi verið hafnað VEGNA þess að hún var of feit!!! Reyndar hefur hún nú unnið hluta málsins en þarf að berjast áfram til að fá það sem hún vill, að ættleiða barn frá Kína.

Er því þannig komið að fólk sem er hraust og heilbrigt, stundar líkamsrækt og er sjaldan frá vinnu (eins og Lilja, miðað við það sem maður les í blöðunum...ég geri mér grein fyrir að það er aldrei öll sagan sögð) fái ekki að ættleiða barn.

Er ekki verið að segja með þessu að æskilegra sé að börnin kúldrist á munaðarleysingjahælum, á götunni eða hreinlega að þau deyji frekar en að feitt fólk fái að ættleiða börn??? HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞESSU???

Er konum undir/yfir kjörþyngd skipað í fóstureyðingu eða hvað?? Er það ekki bara næsta skref....einungis "steríotýpur" mega eignast börn????

Mér finnst þetta svo sorglegt...og ég skil ekki hver er tilgangurinn með þessu.
Það er nefnilega svo undarlegt að hver sem er getur eignast barn og margir gera það án þess að hugsa um það sem því fylgir. Svo er fólk sem hefur allt sem þarf til að annast barn, ást og umhyggju, peninga og allt....en það getur ekki átt börn.....þetta er sorglegt!!!
Þannig að ég segi bara Áfram Lilja!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home