Íslenska náttúran...
...það jafnast ekkert á við íslenska náttúru og íslenska ferska loftið!! Ég skellti mér í göngu með pabba mínum í kvöld...þetta er í annað sinn sem við förum saman hringinn hans....og það var alveg hreint unaðslegt að labba í Fossvoginum og framhjá gróðrastöðinni þar....þvílíkur ilmur af rökum trjám og gróðri,umm,umm,umm!!!!
Síðan þegar við komum að Fossvogskirkjugarði varð ilmurinn enn sterkari því þar var nýbúið að slá og vökva og það var svo mikill gróðurilmur að ég hefði verið til í að anda honum að mér í allt kvöld!!! En mér var ekki til setunnar boðið (enda í heilsubótargöngutúr!!!!) svo ég leit nú bara við á leiðinu hjá henni ömmu minni og svo héldum við förinni áfram. Luktin hennar ömmu er enn brotin, ég þarf að taka hana með mér næst og komast að því hvar er hægt að láta gera við hana.
Ég fékk tölvupóst frá ítölsku fjölskyldunni minni þar sem þau lýsa enn og aftur öfund sinni á ferska loftinu sem við öndum að okkur, hjá þeim er hitinn orðinn alltof mikill, 30-32° inni í miðri borg þar sem rakinn er mikill...og þetta er bara byrjunin!!! Ég er búin að vera að reka á eftir þeim í nokkur ár að koma bara hingað þegar hitinn er sem mestur hjá þeim en þau hafa ekki enn látið verða að því.....skil ekki hvað þau eru þá að kvarta :) nei nei, ég væri annars alveg til í að fá eins og 15° í viðbót hingað...það væri afskaplega fínt....takk fyrir!!!
Auglýsingar.....
...eru misgóðar...ég er ekki áhrifagjörn og rýk ekki af stað til að kaupa hitt og þetta sem ég sé auglýst....langt í frá.....en sumar auglýsingar finnast mér svoooo geggjaðar....eins og t.d Lottó-auglýsingarnar með Jóni Gnarr og svo 10-11 auglýsingarnar með Svavari tískulöggu og Steini Ármanni svo ég nefni dæmi.
Auglýsingar eru ætlaðar til að vekja athygli á einhverju en nú er svo komið að auglýsingar Umferðarstofu hafa verið bannaðar...ég verð að segja að mér fannst ekki gott að horfa á þær þegar þær komu fyrst en svo fór maður að heyra að þessar auglýsingar vöktu upp umræður hér og þar, jákvæðar og neikvæðar og er tilganginum þá ekki náð?? Auk þess sem falleg íslensk tónlist hljómaði undir, Klementínudansinn, og það eitt og sér gerði auglýsinguna áhugaverða og eftirminnilega. Alla vega í mínum huga!!! Mætti þá frekar banna hundleiðinlegar dömubindaauglýsingar, sjampó og háralita-auglýsingar takk fyrir!!!!!!
Það virðist nú vera orðið þannig í þjóðfélaginu okkar að það þarf að ganga gjörsamlega fram af fólki til að fá athygli....ég er ekki með Stöð 2 og hef því aldrei séð hinn umdeilda þátt "Strákarnir" en ég hef heyrt hitt og þetta um þáttinn frá samstarfsfólki og svo frá börnunum í leikskólanum auk þess að hafa stundum horft á þá á Popptíví, og ég er fegin að vera ekki með Stöð 2 og þurfa að sitja með dóttur minni til að útskýra fíflaganginn í strákunum, hvað má og hvað má ekki. Mér sjálfri finnst margt af því sem þeir eru að gera frekar fyndið og allt það en mér finnst þetta ekkii vera barnaefni....já já kalliði mig gamaldags...ég veit ég er það!!!!!
Hvort sem fólk horfir á þetta með börnunum sínum og útskýrir fyrir þeim hvað er að gerast og af hverju þá hefur þetta samt sem áður áhrif á þau...ég fer ekki ofan af því!!!
Mér finnst samt bara undarlegt að sýna megi strákana á þessum tíma en ekki auglýsingar frá Umferðarstofu sem fjalla um blákaldan raunveruleikann!!!!
1 Comments:
Ég er hjartanlega sammála þér með Strákana... Ég horfði oft á þá á popptíví og aldrei datt mér í hug að þetta væri barnaþáttur.. Skrítið hvernig þetta hefur þróast! Þetta var svona lateshow, en núna er þátturinn bara á fjölskyldutíma.. Meira vesenið! Það þarf að vanda betur það efni sem matreitt er ofan í börnin okkar. kv. ragnajenny
Skrifa ummæli
<< Home