mánudagur, júní 06, 2005

Kettir eru líka fólk!!!

Ja hérna hér.....ég bara verð að segja ykkur þessa geggjuðu sögu....

Þannig er mál með vexti að áður umrædd samstarfskona mín, hún Herdís, á kött...sem kallast Harry. Þegar þau voru nýflutt vestur í bæ týndist Harry í nokkra daga. Herdís setti auglýsingu í sjoppuna og nokkrum dögum seinna kom kona sem býr á horninu með Harry til Herdísar og lét hana vita að hann væri búinn að vera hjá henni í nokkra daga og tilkynnti henni einnig að hún teldi köttinn Harry vera föður sinn endurfæddan, en pabbi konunnar hét Henry og var kallaður Harry!!!!

Nú....Harry á það til að týnast og veit Herdís þá að hann er hjá "dóttur" sinni í heimsókn og í góðu yfirlæti!!!

En eitt skipti var Herdísi allri lokið þegar konan bankaði upp á hjá henni með manninn sinn, sem er útlendingur, og spurði hvort Harry væri heima. Konan sagði svo við manninn sinn "Speak, speak to him, he will answear you back!!!" Og maðurinn byrjar að kalla "kis, kis" og Harry mjálmar eitthvað og konan taldi þar með fullvissað að "pabbi hennar" og tengdasonur hans næðu bara vel saman!!!!!!

Mikið er nú gott að menn og dýr skilja hvert annað!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home