Hómópatinn, Hraðinn, og Hitinn!!!!
Jæja, þá er hómópataheimsóknin að baki!!
Je minn eini hvað þetta var geggjað! Ég var semsagt í 1 1/2 tíma hjá hómópatanum í dag, tengd við tölvu sem sagði hitt og þetta um mig, og fann hitt og þetta út!! Ég átti ekki til orð yfir sumu, eins og t.d þegar hún lét mig setja hægri höndina út og svo setti hún hin ýmsu efni í krukku/poka og setti við kinnina á mér og ýtti svo á hendina á mér...ef það voru efni sem ég þoli ekki þá gat ég ekki veitt viðnám!!! Hversu skrýtið sem það hljómar!!
En við komumst semsagt að því að ég á að halda mig frá MJÓLK (og mjólkurvörum), SALTI, Camenbert (sem ég borða hvort eð er ekki!!), appelsínum og appelsínusafa!! Síðan þoli ég ekki umhverfismengun...og gras!!! Þetta með mjólkina verður mér erfitt....egin mjólk, ekkert jógúrt, skyr né súrmjólk!! Hvað á ég að setja á Cheerios-ið?? Eða drekka með ristuðu brauðsneiðinni??
Hehehehe....strax byrjuð í sjálfsvorkuninni!!!!!
Þannig að næstu 3 vikurnar ætla ég að reyna að sneiða eins mikið og ég get framhjá þessum vörum og skrá það sem ég borða og hvaða (ef einhver) áhrif það hefur á mig!!! Ásamt því að nota "Remedíurnar" (pillurnar) sem ég fékk.....það verður spennandi að sjá hvað verður því ég á að koma aftur eftir 3 vikur!!!! Spennandi tímar framundan!!!!
Hraðinn...
... mér finnst svo fyndið þegar er verið að ræða um hraðann í samfélaginu...ég sem hélt að hver og einn réði sér sjálfur og stjórnaði sínu lífi?? Ég segi alla vega fyrir mig...að ég skil ekki alveg undan hverju allir eru að kvarta...við veljum okkur sjálf ákveðinn lífstíl og líf okkar mótast af því. Í dag þegar hómópatinn var að spyrja mig spjörunum úr fór ég að velta þessu betur fyrir mér...ég hugsa þetta þannig að ég er í burtu frá dóttur minni í 8 1/2 tíma á dag og get svo ekki farið að fara með hana í pössun (þótt hún sé á staðnum) á meðan ég t.d fer í leikfimi af því síðan á ég eftir að læra og gera hitt og þetta á heimilinu!!
Ég er frekar róleg og jarðbundin...með jafnaðargeð og tek afar lítinn þátt í lífsgæðakapphlaupinu, ég á það sem mig vantar og er ekki að keppast um að eiga flatskjá, uppþvottavél og þurrkara, matvinnsluvél, heimabíó og húsgögn fyrir fleiri hundruð þúsund krónur....til þess eins að þurfa að vinna eins og skepna fyrir því....nei takk...þá vil ég frekar eyða tíma og peningum í að vera með dóttur minni!!! Hvernig fer þetta lið í Innlit-Útlit að þessu??
Ég hef lítinn skilning og litla samúð með þeim sem tala um hvað hraðinn í þjóðfélaginu sé mikill...þetta er lífstíll sem fólk skapar sér!!! Fólk tekur ákvarðanir um að eignast börn og þau þurfa tíma...það er eitt sem víst er!!!
Æ best ég hætti hér áður en fer að færast hiti í leikinn.....
Hitinn...
...talandi um hita....mikið svakalega er veðrið búið að vera gott...ég talaði við fólkið mitt á Ítalíu um daginn og þar var 13 stiga hiti en 14 stiga hiti í Reykjavík...segiði svo að við höfum það ekki gott!!!
Við Gréta fengum mikið af léttum klæðnaði frá bræðrunum þegar þeir komu frá Ameríkunni...svo við erum tilbúnar fyrir sumar og sól.......Mmmmmmmmmmmm!!!!!
1 Comments:
Hrikalega er ég sammála þér með hraðann.. Þetta er nákvæmlega eitthvað sem maður velur sér sjálfur. Það segir sig sjálft að ef maður vill fjárfesta í dóti þá þarf að vinna fyrir því.. Þó finnst mér svolítið erfitt fyrir ungt fólk að vera til í dag. Það kostar sitt að koma sér þaki yfir höfuðið, eignast börn og mennta sig. Maður á nú bara í fullu fangi með það og ég tala nú ekki um ef maður þarf í leiðinni að eignast allt úr Epal...;) kv ragnajenny
Skrifa ummæli
<< Home