þriðjudagur, apríl 26, 2005

Hor og slef...

...spennandi fyrirsögn eða hvað?? En það er nú orðið mitt aðalsmerki...HOR...fyrir ca. 10 árum vorum við Harpa vinkona mín í Kringlunni þar sem ég bað hana að koma með mér í apótek og þá segir Harpa þessi orð: Íris, það er tvennt sem minnir mig á þig, varasalvi (í bláu dósunum...sem ég var orðin háð á tímabili) og HOR!!!! Skemmtileg orð t.d í minningagrein, hvað finnst ykkur??

En þannig er mál með vexti að í fjölda ára hef ég þjáðst af krónísku kvefi og ósjaldan fylgir þessu mikil stífla í nefi og kinnholum ásamt miklu slími og hósta...skemmtilegt? Ó nei...þetta er frekar þreytandi til lengdar og nú er nóg komið!!! Ég er búin að fara til lungnasérfræðings, fá astmalyf, fara til Háls-nef og eyrnalæknis sem lét mig fá steratöflur í massavís...sem ég gleypti þar til leið yfir mig!!! Ofnæmispróf....rykmaurafrí rúmdýna....astmasæng.....nefnið það og ég hef reynt það!!
Það sem virkar einna helst er gamla góða Vicks!! Að bera það á bringu og bak, troða því í nefið og undir, á kinnbeinin og svona...virkar best fyrir mig!!!!
Ég fæ nefnilega stundum millirifjagigt....af áreynslu við að hósta... og hver nennir þessu endalaust??? Þannig að nú er það hómópatinn...ég á tíma á miðvikudaginn...bíð spennt eftir því að heyra hvað hún hefur að segja um ástand mitt!!!

Dóttir mín...

...er náttúrulega bara yndisleg!!! Á meðan ég hef verið hálf ofan í WC-skálinni að kasta upp slími hefur hún verið í hjúkrunarkonu-hlutverkinu!! Hún vildi endilega að ég færi á undan sér uppí rúm svo hún gæti breytt ofan á mig....ææææææ.....músí-krúsí....og svo vildi hún endilega færa mér vatn...það væri svo gott þar sem það væri glært (hvaðan sem sú speki kemur)!!!! Svo sagði hún mér bara að vekja sig ef ég vildi meira vatn, það væri sko í góðu lagi!!!
Mikið er maður ríkur....gerir maður sér nægilega grein fyrir því dagsdaglega?????


Bræður mínir...

...enn sannast máltækið "ber er hver að baki nema sér bróður eigi" í mínu tilfelli BRÆÐUR....þeir komu semsagt heim frá New York með þvílíkt af gjöfum....Gréta þarf ekki ný föt í bráð og ég verð náttúrulega mesta Nike-skvísan á ströndinni í ágúst......nema hvað :) (kem að þessu seinna!!) Takk elskurnar...þið eruð bestu bræður í heimi....knús og kossar!!!!

Jæja...Survivor er að byrja......má ekki missa af því!!!!!

1 Comments:

At 5:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æi krúsí mín.....ætlar þetta engan enda að taka þetta langa kvefferðalag þitt!
Vona að þú fáir bót hjá hómópatanaum, vil endilega fylgjast með. Hef ekki kíkt á bloggið í smá tíma og þú skrifar bara og skrifar. Frábær skrifin þín Íris, haltu þessu áfram kæra vinkona :-D
Hafið það sem allra best,
kv.
Dóra Hanna og co.

 

Skrifa ummæli

<< Home