Orð kvöldsins
Blessuð börnin...hvað þau eru nú yndisleg...ég hef farið með Grétu í sunnudagaskólann síðan um vorið 2003, þá var hún að verða 3ja ára. Mér datt ekki í hug að fara með hana fyrr, þótt hún hafi verið mjög góð og stillt og ekki átt í neinum vandræðum með að sitja kyrr...mér finnst það heldur ekki aðalmálið...mér fannst hún líka verða að hafa einhvern skilning á því sem var að gerast og hafa áhuga á því að taka þátt.
En alla vega...mér finnst t.d að maður eigi að fara í betri fötin þegar maður fer í kirkju og við mæðgur höfum alltaf "puntað" okkur áður en við förum í sunnudagaskólann. Mér finnst líka að foreldrar verði að taka þátt með börnunum sínum, sérstaklega þeim sem yngri eru og hafa ekki alveg sama úthald og þau eldri. Margir foreldrar sitja bara og leyfa börnunum sínum að hlaupa fram og til baka í kirkjunni á meðan presturinn er að tala, predika eða hvað það er sem hann er nú að gera. Eins í sunnudagaskólanum sjálfum, þótt stjórnendur skólans nánast segi foreldrum að taka börnin sín í fangið og fá smá ró á liðið þegar verið er að biðja, þá tekur fólk það ekkert til sín, og sumir setjast ekki einu sinni með börnunum sínum!! Ég er ekki að segja að börnin eigi bara að sitja og þegja, þau fá mikið að hreyfa sig því það er mikið um hreyfilög og þau eru hvött til að standa og taka þátt.
Kirkjan er friðarstaður og ef foreldrar eru að koma þangað til að kenna börnunum sínum bænir og fallega söngva og fleira þá verður það að leiðbeina börnunum, ekki leyfa þeim að hlaupa út um allt og trufla aðra. Þó verður að segjast eins og er að sögurnar og umfjöllunarefnið í sunnudagaskólanum er oft nokkuð þungt, jafnvel þótt búið sé að "sníða" það að börnunum, svo skiljanlega hafa börn um 2ja ára aldurinn ekki þolinmæði til að sitja allan tímann...en má kannski þá ekki bara bíða með að fara með barnið í sunnudagaskólann þar til það hefur aldur og þroska?? Ég fór allavega ekki með mína fyrr en ég taldi að hún hefði ánægju af því og fattaði hvað var um að vera...hún hefur verið til fyrirmyndar (þótt ég segi sjálf frá) og ég tel að það sé líka vegna þess að til að byrja með sat ég með henni á gólfinu innan um hin börnin og hjálpaði henni að einbeita sér að lögunum og hreyfingunum...og að hlusta. Kannski hagar hún sér alltaf svona vel vegna þess að við þekkjum engan í sunnudagaskólanum og því hefur hún engan til að kjánast með!!!!
Hún er samt dálítið fyndin, hún er svo mikið að fylgjast með því sem gerist í kringum hana að hún má stundum ekki vera að því að syngja með...og þegar ég spyr hana af hverju hún hafi ekki sungið með fer hún í vörn og segist hafa verið að því Í HLjÓÐI!!!!!!
En alla vega...lifið í ljósinu.....heheheh....og kennið börnunum ykkar góða siði...meðal annars að haga sér í kirkjunni :)
Góða nótt!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home