Jay Leno...
...er að mörgu leyti svakalega skemmtilegur og fyndinn en undanfarið hef ég fengið óbeit á honum...eða öllu heldur því hvernig hann gerir grín að Michael Jackson málinu...ekki það að ég styðji Michael Jackson, heldur finnst mér það sem hann er ásakaður um ekki neitt grín :(
Brandararnir eru ekki við hæfi því Jay Leno gerir grín að því sem fullt af fólki og þar á meðal BÖRN hafa upplifað í raun og veru og finnst ekkert fyndið.
Það er ekkert fyndið við kynferðisafbrot og allra síst gagnvart börnum. Á undanförnum dögum hefur þetta verið mikið í umræðunni og ég undrast það alltaf hversu hátt hlutfallið er hérlendis, hversu mörg börn hafa upplifað þetta og hversu hörmulegt það hlýtur að vera.
Sá myndina "Lilja-4-ever" fyrir nokkrum mánuðum...Ó guð...hvað hún var sorgleg og það sorglegasta var að hún var sönn og þetta er að gerast allt í kringum okkur virðist vera.
Mér finnast systurnar sem standa að baki samtakanna Blátt áfram eiga heiður skilinn og þær eru að kynna þessi málefni vel og vandlega og vita alveg um hvað þær eru að tala. Þær sendu bæklinga inn á heimili þar sem foreldrum er leiðbeint um hvernig ræða megi þetta málefni við börnin sín....sannarlega þörf á því...frábært framtak hjá þeim!!
Opna þarf umræðuna og það sem ég vil sjá gerast er að þessir aumingjans menn sem fara svona með börnin sín, frændsystkini, barnabörn eða önnur börn ættu að fá lífstíðardóm...ég meina það.
Ég er meðfylgjandi því að fangar fái betrun, tækifæri til að mennta sig innan veggja fangelsisins og bæta sig því hér virðast dómar ekki vera svo langir og þessir menn koma aftur út í samfélagið. EN þessa menn, sem leggja líf ungra barna í rúst, má alveg bara loka inni og pynta endalaust mín vegna. Auðvitað eru þetta veikir einstaklingar og hafa oft sjálfir mátt þola það sem þeir láta aðra þola...en það er sama. Hvað er hægt að gera???
Ég er hlynnt því að mál þeirra fyrnist aldrei...ekki gróa sár barnanna..af hverju ættu þeir þá ekki að gjalda fyrir gjörðir sínar...ég skil ekki að þingmenn styðji ekki þetta frumvarp???
En jæja...ætlaði ekki að valda neinni depurð hér en þetta eru nú staðreyndir lífsins.....reyni að finna meira upplífgandi efni á næstunni.......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home